Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gamla Fróni handan haf

Fyrsta ljóðlína:Gamla Fróni handan haf
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1896

Skýringar

Undi heiti stendur: „1896“
Gamla Fróni handan haf
hætt er við þeir gleymi
sem að auðnan annað gaf
óðal vestur í heimi.
þó mun lengi lifna þrá,
lengst í hjörtum inni,
þegar helgri hátíð á
hljómar Íslands minni.

Þá er frítt þitt fannaskaut
forna, kalda landið,
stjarnan eina’ á allra braut,
eina frændabandið,
lítil ey, sem alein ver
okkar tungu’ og minni,
þegar málið þetta hér
þagnar hinsta sinni.