Til Hannesar Hafstein á fimmtugsafmæli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Hannesar Hafstein á fimmtugsafmæli

Fyrsta ljóðlína:Hvísla um þig í hljóði
bls.291–292
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt AbAbCDCD
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1911
1.
Hvísla’ um þig í hljóði
hópar glaðra minna,
eins úr leik sem óði.
yndi bræðra þinna!
Þar varð afli ungu
allt að leik og skeiði:
Straumastrengir sungu,
stormur glímdi’ á heiði.
2.
Stefnir þú að stríði,
stýrðu sömu hendur;
horfðir hátt við lýði,
hverjum manni kendur.
Fleyi og frægð var bjargað,
fram úr þröng var ratað,
engum auði fargað,
engum vini glatað.
3.
Heyrðu, Hannes góði.
Heilsaðu fríðri gígju,
sem bar sól í óði
sumri björtu’ og nýju.
Hreimar hörpuljóða
himin landsins yngja.
Gott er vorið góða.
Gaman er að syngja.