Hvarf séra Lárusar á Miklabæ | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvarf séra Lárusar á Miklabæ

Fyrsta ljóðlína:Nú er Lárus fallinn frá
Viðm.ártal:≈ 1950–1975
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Tölvupóstur frá Magnúsi Snædal, syni höfundar, til skrásetjara, Kristjáns Eiríkssonar, 24. júlí 2016.
1.
Nú er Lárus fallinn frá,
floginn burt í engils líki.
En fær hann nú að fara á
fyllirí í himnaríki?
2.
Sankti Pétur var í vanda,
vildi þóknast gestinum.
Byrjaði því að blanda handa
Blönduhlíðarprestinum.
3.
Frá Miklabæ er klerkur kunnur
kominn víst í staðinn betri.
En skyldi ’onum ekki þykja þunnur
þrettándinn hjá Sankti Pétri?