Dettifoss | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dettifoss

Fyrsta ljóðlína:Beint af hengibergi
bls.109–110
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1888
1.
Beint af hengibergi
byltast geysiföll,
flyksufax með ergi
fossa- hristir -tröll;
hendist hádunandi
hamslaus iðu-feikn.
Undrast þig minn andi,
almættisins teikn!
2.
Skjálfa fjallsins fætur,
flýr allt veikt og kvikt;
tröllið, trúi’ eg, grætur,
tárin falla þykkt!
Fimbulgöng sér grefur
gýgur römm og djúp,
öldnum Ægi vefur
örlaga sinna hjúp.
3.
Geisa, fossinn forni,
finndu loks þitt haf,
þó ei tárin þorni,
þarftu’ ei betra traf!
Þó af þínum skalla
þessi dynji sjár,
finnst mér meir ef falla
fáein ungbarns tár.
4.
Hert þig, Heljar-bleikur,
hræða skaltu’ ei mig:
guðdómsgeislinn leikur
gegnum sjálfan þig.
Fagri friðarbogi,
felldu storm og bál!
Lýstu, sólarlogi,
lyftu minni sál!