Fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brennu-Njáls rímur 5

Fimmta ríma

BRENNU-NJÁLS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Sleikti sól og sat á bekk
bls.14. árg. 2016, bls. 36
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2011
Flokkur:Rímur
1.
Sleikti sól og sat á bekk
í sumarkjól ein mærin þekk,
þangað fólið greitt ég gekk,
grænar bólur hún þá fékk.

2.
Flosi blauður syrgir síst,
með sínum kauðum heim nú býst.
Laus úr nauðum Njáll er víst
og nokkuð dauður að þeim líst.
3.
Þó að lyki lífi hér,
laus við svikin unir sér,
kolaryk í eilífð er,
ekki mikinn Njáll þar fer.
4.
Rímnaversum enginn ann,
eða gersamlega kann,
fúl og hversdags flest með sann
fara þversum oní mann.