Íslandsminni (Blessaða eyjan vor) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Íslandsminni (Blessaða eyjan vor)

Fyrsta ljóðlína:Blessaða eyjan vor ágæta forna
bls.16
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1859
1.
Blessaða eyjan vor ágæta, forna
umgirt af legi við norðurhafs braut!
Sumars á degi með sólbjarta morgna
situr þú, meyja, með ilmandi skaut,
>brosið með blíða,
>blómvanga fríða,
en vetrar á degi svo helköld og hörð
haf, loft og eldur þá hvervetna stríða,
faldheiða, fornhelga feðranna jörð.
2.
Blessaða eyjan vor ágæta, forna,
umgirt af legi við norðurhaf s braut,
er frægðar á degi og frelsis um morgna
farsæl þér undir við hamingju skaut;
>en numin úr blóma,
>nauða reyrð dóma
nötraðir lengi við ókjörin hörð,
kúguð og hrakin og svipt öllum sóma,
sólbjarta, kynstóra feðranna jörð!
3.
Blessaða eyjan vor ágæta, forna,
umgirt af legi við norðurhafs braut:
vetrar á degi sem vorsæla morgna
vill hver vor fegjnn þitt una við skaut!
>Fyrir þig líða,
>fyrir þig stríða
fúsir vér skulum, hvort blíð eða hörð
örlög þér fylgja á flugárum tíða,
funheita, ískalda, sægirta jörð.