Rokkvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rokkvísa

Fyrsta ljóðlína:Úr þeli þráð að spinna
Höfundur:Jón Thoroddsen
bls.79–80
Viðm.ártal:≈ 1850
Úr þeli þráð að spinna
mér þykir næsta indæl vinna;
eg enga iðn kann finna,
sem öllu betur skemmti mér.
Eg sit í hægu sæti
og sveifla rokk með kvikum fæti,
eg iða öll af kæti,
er ullarlopinn teygjast fer,
og kvæða kver
á skauti skikkju minnar
æ opið er,
því verð eg þrátt að sinna
rokkurinn meðan suðar sér –
rokkurinn suðar sér.