Til Tindsins | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Tindsins

Fyrsta ljóðlína:Um Súlutindinn tignarháa
bls.12
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð
Um Súlutindinn tignarháa
teygir þokubandið gráa
vorsins golan vinarblíð.
En þegar haustsins hretin æða
hann ei nýtur slíkra gæða,
um hann lemur hagl og hríð.