Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Í fjósinu

Fyrsta ljóðlína:Eg heyrði kýrnar hjala
Heimild:Kviðlingar bls.76-77
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Eg heyrði kýrnar hjala
um hljóða aftanstund;
og held þær hafi verið
að halda „kvennfélagsfund.“
2.
Því allar ræddu´ í einu
og engin þagað gat,
þær töluðu´ um allt og alla, –
og oftast þó um mat.
3.
„Við erum fullar og feitar,
og fóðrið brestur ei:
Mais og malaðir hafrar
og mikið og kjarngott hey.“
4.
„Mig varðar jú ekkert um það
og ekki´ er það „buisness“ mitt.
En heyrðu hérna, Skjalda!
hvenær er talið þitt?
5.
„Kominn er kveldmatartími, –
hvað skulum við nú fá?“
„Jú, þarna kemur nú K.N. –
og kemur með andskotans strá!“