Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Minni horna

Fyrsta ljóðlína:Af tilviljun eg kem í kór
Heimild:Kviðlingar bls.71-72
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Af tilviljun eg kem í kór
að kveða minni horna;
að bera´ í veislum valinn bjór,
þau voru höfð til forna.
2.
En nú er komin önnur öld
og engir bjórinn drekka,
því hornum tómum hampa´ í kvöld
við hrausta sjáum rekka.
3.
Eg þekki hornsins hljóða kraft
og hornsins raddir blíðu; –
eg veit að margur hefir haft
horn í annars síðu. –
4.
Að gleðja mig við hornahljóm
með hundrað öðrum bjánum,
eg gekk hér inn á gömlum skóm
með göt á báðum tánum.