Út í löndum eg hefi spurt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Út í löndum eg hefi spurt

Fyrsta ljóðlína:Útí löndum eg hefi spurt
bls.159
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer-, þrí- og fimmkvætt:aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1300–1550
Flokkur:Helgikvæði
1.
Útí löndum eg hefi spurt
af einum ríkum manni,
lærður var með list og kurt,
leika, *tefla og ríða *burt.
Þessum giftist þýður og mildur svanni.
2.
Hvörn dag plagaði herrann mætr,
heimsins list og prýði,
að siðonum öngvum gefur hann gætr,
gengur drukkinn daga og nætr.
Garpurinn þessi gladda marga lýði.
3.
Höll þín ráðin *auðar brú
helst vill ekki nýta,
leggur niður ljósa trú,
lifir aldrei verr en nú:
Gulli og auði gjörði fast að bíta.
4.
Auður hans og ágætt fé
út var spennt á torgum,
flestir hyggja að fávís sé,
hann fær á móti hatur og spé.
Garpurinn þessi gjörðist fullur af sorgum.
5.
Reikaði úti ráðlaus hann,
rækti öngva lýði,
fram á skóginn ferðast vann,
fann hann fyrir sér klókan mann.
Þessi heilsar þegar á hann með prýði.
6.
„Mundir þú vilja,“ vomurinn kvað,
„vænan ríkdóm hljóta
vildi nokkur veita það
að veröldin snerist þér aftur að
og léti þig síðan lengi hennar njóta?“
7.
„Seg‹g›num eg það segja vil,
so mun hljóta að standa,
frú Máríu færi eg skil,
flest allt mundi eg vinna til
nema gömlum óvin gef eg mig aldrei fjanda.“
8.
Vomurinn er nú var um sig,
víst af þeirra fundi.
„Satan kalla seggir mig,
en svíkja ætla eg ekki þig,
en kvinnuna þína kaupa dýrt eg mundi.“
9.
Frækinn ansar fleinalundr:
„Fordæmd er sú pína,
þvílik heyri eg engin undr,
jörðin mun þá *springa í sundr
víst ef eg sel þér væna húsfrú mína.“
10.
Bóndann leiðir bragðarefr
beint að haugi stórum,
hér næst frá eg glópurinn grefrr,
gull og silfur hann uppi hefr,
bíta réði brenndri silfur tóru.
11.
„Komdu hingað, kompán minn,“
kölski réði hrósa,
„ef pening *þrýtur punginn þinn
plaga þig nú sem best um sinn,
hirtu öngvum hér af neitt að glósa.“
12.
Girnast lætur garpurinn fróðr
fyrir glæpafullum heitum.
„*Þangað skal koma í þetta rjóðr
þriflegt sprund og svanninn góðr,
leið hana í burtu lífs frá *öllum reitum.“
13.
Bóndinn varð nú býsna ríkr
beint úr öllum máta
so þar fannst enginn öðling slíkr
né annar nokkur þessum líkr.
Þetta undrast þorna lindin káta.
14.
*Það var einn so blíðan dag,
bóndinn talar hátt við kæru:
„Yndishót og elskulag
okkur mun ganga allt í hag,
við munum hljóta heimsins prís og æru.
15.
Fríðust *skaltu fara með mér,
falda lindin keika,
sæta, vil eg sýna þér,
sanna margt sem heimurinn lér,
göngum við tvö því gott er úti að reika.“
16.
Þegar þaug komu kirkju á,
þá var klykkt til messu,
biður orlofs bauga Ná,
að bjartan mætti hún skaparann sjá.
Blíður frá eg bóndinn játar þessu.
17.
Þegar liðin var lítil stund,
langt gjörði ekki að bíða,
kom þá aftur kurteist sprund
og kálsaði upp á laufa lund:
„Fylgja vil eg þér fram á skóginn *víða.“
18.
Til orða tók þá ágætt sprund
og biður hann hart að ríða.
„Finndu þennan fleina lund
sem forðum var hér einn á grund
og segðu hönum hér sé seima skorðin fríða.“
19.
Bóndinn talar blekktur í lund
og biður hann kaupið halda,
„Sathan, komdu á samri stund,
ef sækja viltu auðar grund,
ellegar ætla eg aldrei þér að gjalda.“
20.
Fjandinn hrópar firnahátt,
fangað hefur hann pína,
allur tekur að brenna brátt,
í brjósti sé hönum aldrei kátt:
„Hirði eg ekki um húsfrú þessa þína.
21.
Á öðru lofaðir bóndi skil
þá eg gróf gull úr haugi,
en færa mér þá falda Bil,
minn angrast allur hugur til.
Býttu mér aftur brenndum mínum baugi.“
22.
„Öngvan pening ætla eg þér
aftur að sinni gjalda,
hætti eg upp á hvörninn fer,
en himna guð hann hjálpi mér,
mun eg þessu í Máríu nafni halda.“
23.
Svartur og leiður, synda naust,
Sathan talar af stríði:
„Kaupið okkar kalla eg laust,
komdu nú aldrei á mitt traust.“
Þessu játar þorna lundurinn fríði.
24.
Þegar þaug komu kirkju að,
kvitt af öllu stríði,
enn sem fyrri orlofs bað,
ekki meinaði bóndinn það.
Mætur frá eg messutíminn líði.
25.
Aftur vitjar auðar Ná,
ævintýr nam kynna,
bráðlega vildi bóndinn þá
beinan veg til húsa gá,
en frúin spyr að því skal ferðum linna.
26.
„Greindu mér það,“ garpurinn kvað,
„gullhlaðs *æskinanna,
ferðum þínum frétti eg að
fyrst þú komst í þennan stað.“
En heiðurskvinnan hermdi allt hið sanna.
27.
„Þegar eg kom í kirkju inn,
þá var klykkt til tíða,
sofnaði eg, sæti minn,
síðan kom eg á fundinn þinn,
en nú ætla eg út með þér að ríða.“
28.
Bóndinn talar blekktur nú
beint með iðran klára,
sannleik allan sinni frú
segir hann frá í góðri trú,
með iðran brjósts og ofanfellingum tára.
29.
Lofuðu Guð meðan lifðu þá
listahjónin bæði,
tunga engin tala má
hvað tregi og harmur í hjarta lá,
í fríðri umbót frá eg bóndann stæði.
30.
Lof Máríuson má eg þér
mætan lofsöng sanna,
vist á himnum veittu mér
þá veröldin öll hún hnígur hér,
lifandi *brunnur, líknin allra manna.


Athugagreinar

Leiðréttingar og athugasemdir:
1.4 tefla] < tepla Lbs 1571 8vo (JH).
1.4 burt] < á burt Lbs 1571 8vo (JH).
3.1 himna brú] < auðar brú Lbs 1571 8vo (KE samkvæmt uppástungu JH).
9.4 springa] < spinga Lbs 1571 8vo (JH).
11.3 þrýtur] < þritu Lbs 1571 8vo (JH).
12.1 Ginnast] Lbs 1571 8vo (ef til vill upphaflega Ginnast (JH).
12.3 Þangað] < fram Lbs 1571 8vo (leiðrétt vegna stuðlasetningar JH/KE).
12.5 öllum] < öllu Lbs 1571 8vo (HJ).
14.1 Það var einn] Lbs 1571 8vo (hér er stuðuls vant, hefur ef til vill upphaflega verið Það bar til einn eða eitthvað því um líkt).
15.1 skaltu] < sklltu Lbs 1571 8vo (JH).
17.5 víða] < breida Lbs 1571 8vo (breytt vegna ríms (JH)).
26.2 æskinanna] < æskti nanna Lbs 1571 8vo (JH).
30.5 brunnur] < brunnu Lbs 1571 8vo (JH).
(Íslenzk miðaldakvæði II, bls. 158–162)