Skeið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skeið

Fyrsta ljóðlína:„Suðraskeið“; frá minni mund
bls.80–81
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Neðanmáls stendur: „[Kveðið til Ebenezars gullsmiðs Guðmundssonar, er hafði lagað fyrir mig gamla silfurskeið og gjört hana sem nýja, þó með fornu lagi. Á spaða hennar hafði hann öðrum megin markað tvo svani með hörpustrengi milli sín; en fangamark mitt hinumegin. Höf.]“
1.
„Suðraskeið“ frá minni mund
meðtak, vinur kæri!
Ó að hún á óskastund
ósk þér mína færi:
Alsmiður, sem öllu gaf
ævi, lög og prýði,
kostulegan kjörgrip af
kjörum þínum smíði.

2.
„Silfurskeið“, mjög góðan grip,
gerði mund þín haga,
forna‘ að gerð og fagra‘ á svip,
fyrir mig að laga.
Merkilega mynduð er,
myndum skreytt og letri.
Frægðar orðstírs fékk hún þér.
Fáar munu betri.

3.
„Æviskeið“ á meðan mitt
mæling fyllir sína,
íturverkið æ mun þitt
eigu prýða mína.
Nær ég mína nota skeið,
neyslu mig að hressa,
þá ég minnist þín um leið,
þínar smíðar blessa.

4.
Rennur „skeið“ mín stundin stutt;
stirðnar harpan ljóða;
svanir Hárs ei fá nú flutt
frá mér söngva góða.
Myndanna því merking lítt
mín til heimfærst getur.
Sæmdargripinn þel mitt þítt
þakkar samt og metur.