Heima. Rökkur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Huliðsheimar (Haugtussa) 3

Heima. Rökkur

HULIÐSHEIMAR (HAUGTUSSA)
Fyrsta ljóðlína:Þekur mjöll / þúfu og völl
Höfundur:Garborg, Arne
bls.7–9
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
1.
Þekur mjöll
þúfu og völl,
þungbrýn skýin drúpa.
Fellur létt,
felur þétt,
feldinn yfir heytóft slétt
breiðir bjarta og gljúpa.
2.
Leysir hey
lítil mey
létt í spori og geði,
heyrir þá
hlátra smá;
helst er kýrnar skammtinn fá
búálf gerir geði.
3.
Sér hann æ
allt á bæ,
allt, er misferst, bætir.
Ár og síð
alla tíð
er hann með við gleði og stríð;
fús hann fjóssins gætir.
4.
Hann veit því
huga í
hvers hann vonað getur:
Mjúkhent hrund,
mild í lund,
mjólkurskál um aftanstund
hans á hillu setur.
5.
Sú er mær
kúnum kær,
klappar þeim og gælir;
gott þeim ber,
gamnar sér,
góð við skepnur jafnan er;
aldrei álfinn fælir.
6.
Brunni þá
því næst frá
þorstadrykknum nær hún.
Ber svo ljós
bjart í fjós,
býst að mjólka kýrnar, drós;
fulla skjólu fær hún.
7.
Þæglát kýr
þar að býr,
þykir lífið gaman.
Bætir á
álfur þá,
unir síðan kisu hjá.
Dátt þau dansa saman.