Ég gef mín kvæði grónum hól | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Huliðsheimar (Haugtussa) 1

Ég gef mín kvæði grónum hól

HULIÐSHEIMAR (HAUGTUSSA)
Fyrsta ljóðlína:Ég gef mín kvæði grónum hól
Höfundur:Garborg, Arne
bls.1–3
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
Tímasetning:1895
1.
Ég gef mín kvæði grónum hól
og grænni hlíð,
þar lóan heilsar sælli sól
og sumartíð.
2.
Og kvæði mín um ljúflingslýð
og leynt hvað er,
þú fölnað lyng und fjallahlíð,
ég færi þér.
3.
Ég þekki leyndar Dvalins dyr
og dimma nótt,
og þótt það hug minn hræddi fyr,
það heim læt sótt.
4.
Og hafgúunnar hljóð ég kann
og huldar söng,
mér kaldan hroll sú kynngi vann
um kvöldin löng.
5.
Og glímutökin gerast sein,
þeim galdur ver;
á huldu illa brotna bein,
Guð bjargi mér.
6.
Ég sá það vel, hvar lá þín leið,
er lukkan sveik.
Ég veit hve þínum sefa sveið
í sárum leik.
7.
Við feikn ég átti og fangatak
um fjölmörg ár
með karlmannshug, með bogið bak
og blóðug sár.
8.
Þú hnigins andi, helst að mér
þú heldur þig.
Þín óför helst mér hugstæð er
og hryggir mig
9.
Ég man það vel: Það vonskulið,
það viljaafl
og lamb, sem þreytir ljónið við
um lífið tafl.
*
10.
Nú syngur fugl á gleymdri gröf
sin gleðiljóð,
og golan þýtur heim um höf
svo hrein og góð.
11.
Um harms og ógna löndin löng
þótt lægi spor,
ég trúi að fögrum fuglasöng
nú fylgi vor.