Til Ingu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Ingu

Fyrsta ljóðlína:Hér við napurt norðurskaut
bls.246
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1874

Skýringar

Á nýjársdag 1874
1.
Hér við napurt norðurskaut
nú við lifum bæði,
störum upp á stjörnubraut,
stopul eru þau gæði,
etum súpu og grjónagraut,
gleðjum oss við kvæði,
og í lífsins þungu þraut
þyljum gömul fræði.
2.
Eigum fagurt, lítið ljós —
leikur sér í rúmi
ofurlítil elskurós,
okkar skin í húmi;
af litlum engli birtu brá,
bjartara varð í ranni;
barnakvak og blíðan smá
blessi þig ætíð, svanni!
3.
Ljósið mitt og ljósin mín
lifið þið marga daga;
nýjárssól er núna skín,
nauðir hreki og baga;
séuð mínar sólir þið,
sæmdar lukku-dögum,
svo að lifum saman við
sælunnar í högum.
4.
Sértu ætíð, Inga mín,
alvalds falin hendi,
niður sína náð til þín
náðarhönd hans sendi!
Sólin drottins sífellt skín,
sést þar enginn endi;
sólarfögur silkilín
sorgin frá þér vendi.