Það syngja fuglar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Það syngja fuglar

Fyrsta ljóðlína:Í sál minni svífa fuglar
Höfundur:Pol de Mont
bls.Kvardeksepa numero - 12a julio 2004
Viðm.ártal:≈ 2000–2025

Skýringar

Ljóðið er þýtt eftir esperantoþýðingu Jan Van Schoor í Belga antologio.
1.
Í sál minni svífa fuglar
syngjandi í hugans borg
um lífs míns litfögru gleði
og leynda hjartasorg.
Þeir syngja um sólbjarta daga,
með söngvunum gleðja þeir mig –
en alltaf þeir einungis syngja,
ástin mín, kvæðið um þig.
2.
Á daginn, yndið mitt unga,
ertu mér sólin kær
og mér ertu um myrka nóttu
máninn silfurskær.
Þú ert alheimsins eina
ást sem er til fyrir mig
og því syngja söngfuglar hugans
í sífellu kvæðið um þig.