Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Nóvember

Fyrsta ljóðlína:Gráklæddur morgunn blæs í bláar hendur
Höfundur:Auld, William
Viðm.ártal:≈ 1975–2025
Gráklæddur morgunn blæs í bláar hendur,
bílar syfjaðir gegnum þorpið skríða,
höfuð sitt vefur hörðum vetrarkvíða,
hrækir á alla von – úr myrkri sendur.

Líkt beinagrindum hanga af himins skörum
hvítföl trén – en þrestir um garðinn spranga –
sem hempuklæddir prestar prúðir ganga;
ég púa á hélugluggann heitum vörum.

Ísöld rennur, okkur vegina banna
úruxar fornir, hjarnið sjálft að kólna.
Skelfumst við tröll í skímu daufra sólna,
skerum upp herör, drepum næstu granna.