Ari Jónsson bóndi á Syðstu-Fossum. | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ari Jónsson bóndi á Syðstu-Fossum.

Fyrsta ljóðlína:Mættirðu, Ari, orð mín heyra,
Heimild:Fjallkonan.
bls.1900 20.01
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) OAOA
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Mættirðu, Ari, orð mín heyra,
ávarp þér ég vildi færa:
þakkar-ávarp mitt og margra
mest er syrgja vininn kæra.
2.
Ávarp þinnar ástfólgnustu,
eftir nú sem döpur stendur.
Ávarp þinna blíðu barna,
bezt er leiddu föðurhendur.
3.
Ávarp þinna hollra hjúa,
höfðinglega við er breyttir.
Ávarp sveitar-samfélaga,
sÍfelt aukið lið er veittir.
4.
Ávarp þinna ótal gesta,
er þú veittir skjól og fæði.
Mátti segja: „um þjóðbraut þvera
þinn að skálinn opinn stæði„.
5.
Ávarp margra, þrátt í þörfum
þinn sem reyndu drengskap mæta:
Þú með loforð leik ei framdir,
létst ei bregðast efnda’ að gæta.
6.
Ávarp þinna vina, vinur!
vinir trauðla betri reynast.
Ávarp mitt af elsku’ og þflkkum,
ástvin minn, skal fyrst og seinast.
7.
Hjartans þakkir hinsta sinni!
hinstu þakkir raunar eigi:
Þakklát minning þín skal vaka,
þar til lýkur ævidegi.
8.
Er mín trú þú orð mín heyrir
og þau virðir sem eg meina.
— Brátt ég kem, og enn við eigum
æðsta vinar tryggð að reyna.
Einn af vinum hins látna.