Um Þorra komu og veru hans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Um Þorra komu og veru hans

Fyrsta ljóðlína:Sá eg að garði ganga
bls.97–100
Viðm.ártal:≈ 1650–1675
Flokkur:Þorrakvæði
1.
Sá eg að garði ganga
gildan þegn í snjó,
hettuna hafði um vanga
og hempuna ofan í skó;
gildur var hann og hár,
af hærunum orðinn grár,
kampasnúinn, kinnastór;
kollur og augnabrár
loðnar líkt sem kiður;
langt tók skeggið niður.
2.
Sá var maðurinn minni,
sem með honum hingað kom,
langur letislinni,
ljótur að mínum dóm;
ásýnd öll var blá,
augun mikil að sjá,
eyrun víð, en höfuð og háls
hulið í skinnum grá,
eins á baki og brjóstum,
brókin af sömu kostum.
3.
Virti ég þessa þegna
Þorra og drenginn hans.
Nú mega garpar gegna
goðanum þessa lands.
Enn vill halurinn hár
hafa sem nú til stár
fornar tekjur, gjafir og gjöld,
so geti hann þetta ár
haldið hávirðingum
hjá oss Skriðdælingum.
4.
Þunglega þylur í skeggið
Þorri og hrækir skakkt,
þykist nú hríð og hreggið
hafa í sinni makt,
vondsleg vindaföll
og veðrabrigðin öll,
lofar þeim skuli lukkan völt
leika auraspjöll
sem enn að illum vanda
ekki í hlýðni standa.
5.
Best er að breiða á pallinn
brekán, kodda og skinn;
kuldalegur er karlinn
kominn í dyrnar inn.
Strákurinn stundum hlær
og strýkur um hendur tvær;
sjónum hvimar sultargörn,
situr og fram rær;
geispar gaurinn hvelli,
glymur í tannafelli.
6.
Upp mega brúðir bregða
bráðlega pyttlukorn,
vel skal háttum hegða,
að hýrni karlinn forn;
nú skal kynda í kveld,
komi so mjólkin velld,
vatnssoðning að morgni, mjúkt
makaða steik við eld,
spað og þærið þétta
þá skulum hafa til rétta.
7.
Þrællinn þrífst á grautum,
þiggur hann roðið seigt,
bruðning falinn í flautum,
farða og skyrið deigt,
gráða og grotta þykkt
getur hann kampa dikt,
maltan þorsk og sviðin svört,
soðið æskiligt
yljar aulans maga,
ei mun hann sultinn klaga.
8.
Nú skal í baðstó bjóða
bóndanum Þorra strax;
bið eg nú flokkinn fljóða
fljótt að búa til lags
umbúð alla hér
sem að honum hlýka ber;
styggi nú öngvir staðarins menn
stála hraustan grér
meðan að malar úr sessi
mánaðartíðin þessi.
– – –
9.
Vær skulum tállaust trúa
og treysta á drottins náð,
hann kann best að búa
bólinu hjálparráð;
tíminn, aldur og ár,
sem er eða nú til stár,
illt og gott sem gleði og hryggð,
gróði og missir fjár
stendur í herrans hendi;
hér skal á vísu endi.