Kappatal Íslendinga | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kappatal Íslendinga

Fyrsta ljóðlína:Fyrr á tíðum frægir lýðir víða
bls.23–26
Bragarháttur:Stuðlafall – þrístiklað og þrinnað
Viðm.ártal:≈ 1850–1875
Flokkur:Kappakvæði
1.
Fyrr á tíðum frægir lýðir víða
hér á landi háðu grönd
hristu brand þar gljáði rönd.
2.
Dyggðugir váru, drengskap kláran báru
og traustið mest til happa hér
hraustir bestu kapparner.
3.
Ættarblóðið öðlings góðu þjóða
rann í seggja liðu langt,
laufa hregg nær biðu strangt.
4.
Frétt hafa lýðir fleins úr hríðum stríðum
glóðir þarfar gljá Þundar
Gunnars arfa Hámundar.
5.
Mjög Gunnhildar mærðar snilld á skildi
kænn við iðju alla stíms
egill niðji Skallagríms.
6.
Finnbogi rami rómutamur, framur
við um hauður vopnaður,
varð þá dauðinn opnaður.
7.
Gildur Kári geira knár í fári
Fjölnis reiddi funa senn,
fjölda deyddi brennumenn.
8.
Svells á rennu randa hlenni brenna
Gínars báli garp réð hinn
getinn Njáli Skarphéðinn.
9.
Sneið Hávarður vígabarða harða,
son ótrauðan sorgaði,
svo hans dauða borgaði.
10.
Því hans arfa odds í starfi djarfa
heltók ungan Héðins fljóð,
höggvaþungan, meðan stóð.
11.
Fimur að hildi framdi snilldir gildar
Steinþór kappinn Eyri á
æ til happa geiri brá.
12.
Helgi og Grímur hjörs við glímur stíma,
þótti Skaugul þarfur hver
þeim Droplaugarsynirner.
13.
Var Gull-Þórir vopna stór í órum,
með sér dró á foldu féð,
fúnaði þó á moldarbeð.
14.
Hetjum gengur hjörs á engi lengi
Kjartan Ólafs niður nær,
Noregs sjóla viður kær.
15.
Álfum spjóta Uxafótur móti
hjörs í stranga storminum
stríddi á langa Orminum.
16.
Brandi hörðum hrings um jörðu börðust,
gistu haug með glóða safn
Gunnlaugur og ljóða-Rafn.
17.
Þundur pella Þorgeir féll að velli
en Þormóður hefndi hratt,
heitið góða efndi glatt.
18.
Kveðið stefið Króka-Refur hefur
af hugvitsprýði og mestu mennt,
mjúkt að smíðaflest var hent.
19.
Vigra stælir við Sýrdæli kælinn
Gísli hagurskjóma skók,
skýr um daga sóma jók.
20.
Með hugprýði mætti lýðum víða
þrátt í gjósti þverum fleins
Þorgils fóstri Orrabeins.
21.
Deyddi fús í Dvalins húsi Brúsa
Ormur Stórúlfs arfi hár,
ýrs var Þór í starfi knár.
22.
Þórður hræða þegnum æð lét blæða,
skjaldan ringur skeytti frið,
Skagfirðinga þreytti við.
23.
Brytjaði seggi blóðs í hreggi Skeggi,
virðing jók sem vakurt flaug,
vopnið tók úr Kraka haug.
24.
Grettir sterki geirs í verki merkur
afrek mestu víða vann,
varð þó flest að líða hann.
25.
Vopn ótrauður vígs um hauður rauða
bar í iðju brandhríðar
Búi niðji Andríðar.
26.
Jafnt hans arfi Jökull þarfadjarfur
sótti tíðum sama arð,
Serklands lýða gramur varð.
27.
Strandarhögg í styrjarplöggum snöggum
færði varnar fljóta þrek,
fleini Bjarna móti lék.
28.
Margir fleiri menn að leiri dreyra
felldu Ísafróni á, –
fyrnist vísutóninn þá.
29.
Lét á skjöldum lýðfræg öldin nöldra
fetla gríði fullþunga
fram um tíðir Sturlunga.
30.
Um *þeir mundir Ísagrundin fundin
glæstu sneyddist gjaldi frí,
gylfa leiddist valdið í.
31.
Síðan hefur, sök til efa tefur,
flestu standi vegnað ver,
veslu landi hnigna fer.
32.
Fyrri tíða tryggð út níðist víða,
falsi brunnið glöggvast geð,
garpar munnum höggvast með.
33.
Ó, þú landið lemstrað grandi fjanda,
mál að sökkva þér er því
þönguls dökkva hverinn í.
34.
Kvíði eg óðar *kliðir fróðum bjóða.
Hlíðin móðu hita dýr
hlýði ljóða riti skýr.


Athugagreinar

30.1 þeir] trúlega misritun fyrir þær.
34.1 kliðir] líklega misritun fyrir kliðinn.