Úr dagbók – Hann er dáinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úr dagbók – Hann er dáinn

Fyrsta ljóðlína:Hann dáinn, hann skal syrgja eigi
bls.371–372
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ABBA
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Hann er dáinn, hann skal syrgja eigi,
því í æsku sinnar bestum blóma
burt hann leið, og því í hjörtum óma
sorgarraddir sárt á harma degi.
2.
Honum veittir, himna guð, þá sælu
hjartað ástar helgum loga að fylla
honum svo ei veröld náði spilla;
áður dó hann en því lestir stælu.
3.
En þín, ættjörð! örlög harma megum,
því hin fögru er þér í skauti spretta,
þúsund blóm úr vindi köldum detta.
svo við harm í hjarta tóman eigum.