Vetrarvísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vetrarvísur

Fyrsta ljóðlína:Farin er fold að grána,
bls.4.–6. hefti, bls. 384.
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) þríkvætt:AAAAAAAA
Viðm.ártal:≈ 1725–1750

Skýringar

Eptir Lbs. 852 4to og 936 4to.
1.
Farin er fold að grána,
fölið byrgir skjána,
klaki kemr í ána,
kólnar fyrir tána,
leggur ís yfir lána,
líða tekr á mána, —
hvað nær skal hann skána,
skipta um og hlána?
2.
Kólna kærleiks bólin,
kveinar margur dólinn,
fýkr í flestöll skjólin,
[fúnaðr sumarnjólinn],
týnd eru, trúi eg, jólin,*
tekst af messurólin,
sést ei heldur sólin, —
sár er reynsluskólinn.


Athugagreinar

Jólanæturmessan var af tekin 1744.