Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sjóferð lífsins (snúið úr þýsku)

Fyrsta ljóðlína:Viljirður í lífshafi land
Bragarháttur:Elegískur háttur
Viðm.ártal:≈ 1850
Viljirðu’ í lífshafi land
líta frá andstreymis bylgjum
og glaður fá lokið við leið
í ljómandi sælunnar höfn

skalt þú í meðbyri muna
að mannkosti dramblætið hatar,
andviðrin aftur á mót
efli þér hreysti og dug,

dygðirnar stjórntaumum stýri,
styðji þig akkeri vonar.
Þá mun við brimöldu brak
brosa þér lending á mót.