Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sumarlokakvæði

Fyrsta ljóðlína:Yndisbragur stutta stund
Heimild:Sunnanfari
Viðm.ártal:≈ 1800
Tímasetning:1800

Skýringar

Ort um 1800 fyrir séra Brynjólf Ólafsson á Sandfelli í Öræfum.
1.
Yndisbragur stutta stund
stúlku Braga gladdi,
einkar fagur unn og lund
orma dagur kvaddi.
2.
Sex mánaða sumardvöl
sinnisglaðir hrósum,
héra traðar fýsti föl
fræin baða í rósum.
3.
Raums hýsnoppu hreyfðu sér
hvirfils soppar frjóu,
limgrœn, doppuð lauf og ber,
lilju toppar blóti.
4.
Vottinn Ónars vísar mey
víðrýnt sjónarskarið,
lengur þjóna átti ei
aldar hjónaparið.
5.
Væru stansar nöðru nótt,
næði manns ei hagnar,
jurtakransar fölna fljótt,
fugladansinn þagnar.
6.
Dýrum eltir fróa frá,
friðar heltir rólið,
baga geltir öxlum á
eðlis veltu hjólið.
7.
Hlýrnis augað skúma ský,
skuggi spaugar styrkur,
fjötru bauga þjáir því
þys og draugamyrkur.
8.
Fluttur vegi út af er
ára þeginn blómi,
stuttum degi horfinn hér
hár Glens meyjar ljómi.
9.
Fjalla ríta hvelin há,
hrævar glítra logar,
sköflum kýta esjur á
Austra míturs bogar.
10.
Bára springur, flana fær
fölu kringum gröndin,
kári syngur vana vær
við þrymlinga böndin.
11.
Bylja starfið magna má,
meginfarfa dökkur
kyljar Narfi alheim á
um sólhvarfa rökkur.
12.
Þiggja smali gjólu grið
girnist, kalinn rólar,
skyggja dali njólu nið,
norðansvali gólar.
13.
Þeygi dirfist felum frá
flasa nirfill smeykur
meðan tyrfir storðar strá
storma hvirfils reykur.
14.
Svellum tjölduð þráir þey
þundar öldruð drósin,
skývangs köldu ala ei
yl hrings köldu ljósin.
15.
Fyrirheit þó hafi stað
hlaupi skeyta þveru,
svona breytist sitt og hvað
í sundurleitri veru.
16.
Ofar mána hæða hnoss
hnekki þjáning bragna,
gæfa lánuð ali oss
undir fánu vagna.
17.
Láttu fríða himinhvel
um héruð víð, ógróin
magnast þíður, minnka él,
missa hlíðir snjóinn.
18.
Kvikur ægis doðni dans,
á dýra og gægings randir
nýr lognblæju brosi glans,
bára fægi strandir.
19.
Vetrar stundin verði góð,
vinda bundinn kraftur;
æskuhrundin lykta ljóð,
leigi blundinn aptur.
20.
Mæðist fingur, munntefling
mærðarsting í bresti;
kvæða glingur samhent syng
Sandfellinga presti.