Bundið í vind | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bundið í vind

Fyrsta ljóðlína:Hvað gengur maðurinn lengi um lönd
Höfundur:Bob Dylan
bls.19–20
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) oaoaoaaa
Viðm.ártal:≈ 1975–2000

Skýringar

Eftirfarandi ljóð er eftir hinn kunna ameríska ljóðasöngvara og ádeiluhöfund Bob Dylan. Á frummálinu heitir það Blowing in the wind. Hollendingurinn Wouter Pilger þýddi það á Esperanto og er því snúið á íslensku eftir þeirri þýðingu.
1.
Hvað gengur maðurinn lengi um lönd
uns leyfist að kalla hann mann?
Já, og hve langt flýgur dúfan um drungaleg höf
þar til dvalarstað tryggan sér fann?
Já, og hvað skyldi fallbyssan freta mörg slög
uns framar til stríðs enginn kann?
Svarið er bundið, vinur, fast í vind,
já, vinur minn, bundið í vind.
2.
Hvað horfir maðurinn lengi til lofts
uns lítur hann jarðlífsins mein?
Já, og hvað gagna eyrun í höfðinu hans
fyrst heyrir ei sársaukavein?
Já, hvað skyldi harðýðgin heimta mörg líf
meðan hann lemur kolli við stein?
Svarið er bundið, vinur, fast í vind,
já, vinur minn, bundið í vind.
3.
Hversu mörg ár gnæfa fjöll yfir fold
þar til fárviðrin hafa þeim eytt?
Já, og hversu mörg ár standast mannkynið má
uns mildi fær hörkunni breytt?
Já, og hvað getur maðurinn hrist lengi haus
og horfandi séð ekki neitt?
Svarið er bundið, vinur, fast í vind,
já, vinur minn, bundið í vind.