Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Barnið mitt

Fyrsta ljóðlína:Blómið féll en stofninn stendur
Höfundur:Bjarni Lyngholt
Heimild:Bjarni Lyngholt: Fölvar rósir bls.70–71
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1903
Flokkur:Eftirmæli
1.
Blómið féll, en stofninn stendur –
stórt var þetta él!
Er þaö víst, að herrans hendur
hagi öllu vel?
Mátti dauðinn hrjá og hrekja
hjarta blómið mitt –
blessað barnið mitt?
2.
Var mér skylt að skila aftur
skaparanum – gjöf?
Gat ei drottins dýrðar kraftur
dauðann lagt í gröf?
Gat hann ekki látið lifa
litla barnið sitt –
blessað barnið mitt?
3.
Guð sem tók og gaf og átti
grætir ekk’ um of.
Hann, sem kætti, hryggja mátti,
honum sé nú lof;
Því ég veit að látið lifir, lifir,
litla barnið mitt.
Drottinn, það er þitt!
4.
Ó, ég fyllist æðri gæðum,
ávallt þá ég græt.
Ég á barn á himna hæðum;
huggast því ég læt.
Drottinn! Lát fá að finna
fósturbarnið þitt.
Blessað barnið mitt !