Áns rímur bogsveigis – fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 5

Áns rímur bogsveigis – fimmta ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Veit eg mann er verölldin kvað
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Veit eg mann er verölldin kvað
vífa blíðu syrgði
hitta eg framm í húsið það
er harmrinn úti byrgði.
2.
Bygði húsið blíðu lát
er brúðar ástir kveðja
elsku leikr og orðin kát
allt það heim má gleðja.
3.
Munda eg fara sem mátti eg næst
mjúku yndis ranni
heimrinn hafði hurðu læst
fyrir hverjum gömlum manni.
4.
Ganga verður gætti frá
garprinn yndis fúsi
kveikist upp með kvölum og þrá
kom eg að öðru húsi.
5.
Þar var angr og allskyns böl
inn í harma smiðju
sút og pína sorg og kvöl
sat þar stríð í miðju.
6.
Þá réð stríð að strengja heit
stirrt með harma sína
mundeg fara þess manns á leit
að mætti eg sorgum pína.
7.
Allir stukku angri frá
af aumu hrygðar bergi
en mig felldi en forna þrá
fat eg í burtu hvergi.
8.
Hver sem einn er inni settr
hjá öllum þessum hörmum
sá mun verða um síðir mettr
af sorgar krásum örmum.
9.
Alldri skal það yndis bann
oss fyrir skemmtan standa
kveðum nú helldr um kappa þann
kemr í nokkurn vanda.
10.
Fór það næst hið fjórða spil
fólki vóru skýrði
Ánn hefir fengið auðar Bil
og öllu heraði stýrði.
11.
Ættstór maður til Ingjallds kemr
Ívar frá eg hann heita
og við brúði bónorð fremr
buðlungs systur teita.
12.
Ása tók því ekki fljótt
Ingjalld biðr hun ráða
vill þá kóngr að verkið ljótt
vinni hann sér til náða.
13.
Far þú austr og fell hann Án
og fær mér höfuð af þrjóti
Ívar trúi eg auðar Rán
með eignum sínum hljóti.
14.
Heita mundeg hilmir þér
höfuðið Áns að færa
vili nú Ása unna mér
anzar þann veg kæra.
15.
Ívar fór sem inna skal
Án kom hann að gista
trúðrinn bað þá traustan hal
taka við sér til vista.
16.
Veiteg ei því viltu einn
vistar hjá mér beiða
ekki spara eg mat við menn
mungát er til reiða.
17.
Vaktar eg ekki vistar laun
vant er margan skilja
fyrr en eg hefi fulla raun
af fylgi þínu og vilja.
18.
Ívar frá eg með Áni þar
einatt gekk til smíða
trygðin ekki trúleg var
tók á vetr að líða.
19.
Nokkuð kvelld frá nausti heim
náðu þeir að ganga
Ívar hyggst með ást og seim
ætlar náðir fanga.
20.
Ívar hyggur með afli að slá
Áni á milli herða
öxin reið og eggin blá
ei mun þanneg verða.
21.
Undan víkur öxar munn
Án í nauðum vöndum
skaust hun niðr í skógar runn
skaptið sökk að höndum.
22.
Aptur vék er öxin reið
Án að fleygi skjallda
Ívar viltu á öngva leið
okkarn vinskap hallda.
23.
Hendur batt með hörðum streng
hans og ekki sparði
rak so fyrir sér róstu dreng
rekkrinn heim að garði.
24.
Kappinn lætur kveðja þings
kom þar fjöldi sveina
sjálfan lét hann sveigi hrings
svik fyrir öllum greina.
25.
Gumnar báðu glóp í stað
á gálga lífið enda
Án kveðst villdu eigi það
aptur skulum hann senda.
26.
Bauð hann síðan báða fætr
brjóta í sundr af þrælum
trúðrinn allar tignir lætr
tám er snúið að hælum.
27.
Síðan lét hann sundr í mið
sínum á hálsi spretta
Án lét höfuðið út á hlið
öðru megin detta.
28.
Laufa Týr fekk lækning meiddr
loks með skarti öngu
og fyrir Án að lyktum leiddr
ljótr að sýn og göngu.
29.
Ingjalld hefur kvað Án við mig
jafnan leitað slægða
kóngsgessemi kalla eg þig
kom þú og vitja mægða.
30.
Nú er það bætt að barðist flokkr
bræðr hans lét eg falla
mig skal skati um skipti okkr
skullda lausan kalla.
31.
Ívar kemur til Ingjallds heim
enn mun vaxa dylgja
lofðung segir af lyktum þeim
hann lét síðan fylgja.
32.
Ýmsir munu við Án kvað gramr
eiga sendast milli
lengstum er hann í lyndi samr
að lýta menn fyrir stilli.
33.
Vertu burt ef viltu ei
vórir menn þig grípi
meyjan segir þér meir en nei
eð mesta heimsins skrípi.
34.
Ívar heim á Upplönd snýr
eyddr af sút og angri
beið sá alldri bauga Týr
bót á sínu angri.
35.
Tiggi velr af traustri hirð
tólf menn harla væna
þeirra lund var ljót og stirð
lífi Án að ræna.
36.
Kallið að þér kaupmenn séð
og kunnið fjölda lista
skuli hann yðru skipta fé
og skorið á hann til vista.
37.
Austur koma þeir Áns á fund
enn og vistar beiðast
misjafnt prófast margra lund
mætti oss þetta leiðast.
38.
Var það loks að við þeim tók
og veitti allt til náða
ætlar þessi ölldin klók
Án af lífi ráða.
39.
Bragnar tældu bóndans lið
og býttu greipar fönnum
selja dygðir svikunum við
af sjálfs hans eigin mönnum.
40.
Tvennir frá eg með tekinni smán
tólf í ráðum væri
sitja umm að svíkja hann Án
og sjá sér alldri færi.
41.
Jórunn talaði opt um það
hun uggir gesti sína
varast þú Án að vífið kvað
vetur taks drengi þína.
42.
Sé eg það opt eð sagði hun
úr sessi viltu ganga
þeir líta til með lymsku grun
sem líf þitt vili þeir fanga.
43.
Án fór heiman einhvern dag
enn í skóg að smíða
flokkrinn vill ei fús á slag
flærða lengur bíða.
44.
Ætla þeir hjá einum stíg
Áni tólf að mæta
heima skylldu hugsa um víf
hinir og njósnar gæta.
45.
Annan veg gekk Án til húss
ekki mætti hann þrælum
þann veg verður flokkrinn fús
fundinn loks að vélum.
46.
Kallzar Án eð hann kemr í sess
til kóngsins drengja hinna
eigi varð nú auðið þess
yðr á mér að vinna.
47.
Hugði eg alldri heima menn
helslag mundi oss vilja
vorðið hafa þeir væltir enn
víst mun betra að skilja.
48.
Trauður mun eg kvað tíginn drengr
taka mín hjón af lífi
þó skulu ekki þegnar lengr
þjóna mér né vífi.
49.
Grímur skal við gramsmenn þá
gaman á morgun lengja
eigi er seint að inna frá
alla lét hann hengja.
50.
Sú kom heim til hilmis fregn
að hengdir vóru hans virðar
þá var enn frækni Þórir þegn
þengils kominn til hirðar.
51.
Þá var jafnan Þórir hljóðr
er þegnar sátu að drekka
hilmir spyrr því hann er hljóðr
hvað er þér garpr að ekka.
52.
Þikkist þú hafa lítil laun
fyrir langan yðvarn starfa
brátt mun verða á betri raun
fyrir Bjarnar fríðum arfa.
53.
Víst réð meira faðir þinn framr
fyrir mitt starf að unna
þá að í mála enn milldi gramr
mér gaf sverðið þunna.
54.
Er só gott sem greinir frá
Gillings bál í verði
Þórir lætur þengil sjá
þá tók gramur við sverði.
55.
Lofðung upp á listir brands
leit og mælti síðan
einkis er það óbreytts manns
að eignast grip só fríðan.
56.
Vili þér eia vísir góðr
vópn eð Þórir sagði
Ingjalld þrútnar illsku móðr
og anzar skjótt að bragði.
57.
Það mun skýrst eð skjöllung kvað
að skilja ei með þegnum
lofðung bregður laufa í stað
og leggur Þórir í gegnum.
58.
Hetjan gekk til heljar sterk
holld var dreyra runnið
alldri hafði verra verk
verið í Noregi unnið.
59.
Því var hann Ingjalld illi kenndr
einkis þótti svífast
margir báðu millings hendr
menn alldregi þrífast.
60.
Sjóli valdi sextíu manns
saman á einu dægri
öngvir vóru innan lands
aðrir þessum frægri.
61.
Þér skuluð Án í þessari ferð
Þórir dauðan færa
taki þér ekki úr sári sverð
sitt á hverr að kæra.
62.
Beri þér boð til bæjar Áns
og biðið hann Þórir finna
minnist síðan manna ráns
ef megi þér líf hans vinna.
63.
Þegnar fara með Þóris lík
þegar til skips og tjallda
skriðni þanneg skemmtan slík
í skugga hrímnis gjallda.