Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Heyr mig bjartast blómsturið mæta

Fyrsta ljóðlína:Heyr mig bjartast blómsturið mæta
Viðm.ártal:≈ 1550
Flokkur:Helgikvæði

Skýringar

Elsta handrit uppskriftarinnar er ekki yngra en frá 1591. Í Íslenskum miðaldahandritum II, bls. 77–78 reifar Jón Helgason málfræðilegan vitnisburð um að hljóðdvalarbreytingu og samfalli y við i. Kvæðið fær því viðmiðunarártalið 1550.
Bjarki Karlsson bjó stafrétta uppskrift Jóns Helgasonar til skjábirtingar með því að samræma stafsetningu og greinarmerkjasetningu til nútímamáls.
1.
Heyr mig, bjartast blómstrið mæta,
blessuð móðir himna stræta,
láttu mig fyrri löstu bæta
en líði eg þessari veröldu frá,
Máríá.
2.
Viðris milskað vínið kæra
vilda eg yður til heiðurs færa.
Móðir guðs og mektug kæra,
megindrottningin kallast má,
Máríá.
3.
Þú ert hin fróma lífsins lilja,
lystilegasta guðdóms þilja.
Framar en nokkur fái að skilja
frægðin þín tjáist himnum á,
Máríá.
4.
Gleðinnar byggð og gimsteinn fljóða,
guðdóms höll og rósin rjóða,
líknar æður og lækning þjóða;
lífsins brunn þig kalla má,
Máríá.
5.
Sól réttlætis, sævar stjarna,
sæmd og hjálpin Adams barna;
hinn lystilegasta lífsins kjarna
léstu fæddan jörðu á,
Máríá.
6.
Blíðan til þín boðskap sendi
blessaður guð að sjálfs síns hendi.
Engillinn svo orðum vendi
ástúðlega sem greinast má,
Máríá.
7.
Fylltist innan farartíða
forspá sú, sem rituð var víða,
að miðri nótt í mátann blíða
milding himna fæddir þá,
Máríá.
8.
Mætu barni móðirin unni
meistarlega sem hjartað kunni,
af hinum innsta blíðu brunni
brjóstum þínum fæddist á,
Máríá.
9.
Þrjátíu ár og þrjú að telja
í þessari veröld virtist að dvelja
yður réð Júdas, svikarinn, selja
silfrið hvíta hann girntist á,
Máríá.
10.
Skírdags nótt sem skrifast í óði,
skapari minn að sveittist blóði.
Af þeim harm og mikla móði
mjög var kominn að höndum þá,
Máríá.
11.
Fram í garð einn flokkurinn ljóti
fóru ei síðar miklu hóti,
seljarinn gekk að sögðu móti.
Sjálfan drottin hann heilsaði á,
Máríá.
12.
Á guðs son hlaupa, grípa og fanga,
grimmir tala með aðferð ranga:
„Látum yfir hann lögmál ganga,
leiðum hann inn fyrir Pílatum þá,“
Máríá.
13.
Bera fram lygi á blessaðan herra,
brigslin létu eigi þverra.
Miklu höfðu viljann verra
en virði nokkur megi það tjá,
Máríá.
14.
Lögðu dóm yfir lausnarann mæta
ljúfust heyrði móðir hans sæta.
Þjóðin gjörvöll þeirra stræta
þenna úrskurð heyrði upp á,
Máríá.
15.
Skapara heimisins skelktu og hlógu,
skærast hold þeir lustu og drógu,
gengu að með gabbi nógu,
greiða höggin, hver sem má,
Máríá.
16.
Flengdu, bundu, lömdu og lýttu,
lausnarann allan hræktu og spýttu,
að drottni vorum dúki knýttu.
Dreif honum fólkið allt í frá,
Máríá.
17.
Þyrnikórónu þrönga og stirða
að þínu enni snúa og girða,
illsku þeirra ei má virða.
Jesúm negldu þeir krossinn á,
Máríá.
18.
Sárt var Kristur kvalinn í böndum,
á krossinn strengdur fótum og höndum.
Reka gadda, reknum ströndum,
rifnaði holdið út í frá,
Máríá.
19.
Í gegnum hans hendur gaddar stóðu
og göfuga fætur á holdi rjóðu.
Úr lausnarans sárum lækir stóðu,
þeir lögðu spjóti hans síðu á,
Máríá.
20.
Grimmir júðar gallsdrykk blanda
græðara heimsins þá til handa.
Hann leiddi út sinn lífsins anda
í líkamsdauða krossinum á,
Máríá.
21.
Minnumst vér hvað móðirin þýða
myndi sáran angist bíða.
Innan heimsins allra tíða
öngva sorg kann slíka at fá,
Máríá.
22.
Um hennar hjartað harmurinn sækir,
af heitum benjum dundu lækir.
Sá fló í brjóstið sorgar mækir
er Símeon gjörði fyrir að spá,
Máríá.
23.
Augun lauguðust öll í tárum,
óðum blóðið dreif úr sárum.
Af æðum græðarans unda bárum
allur krossinn dreyrgaðist þá,
Máríá.
24.
Lút af sútum signuð meyja,
– síst má hennar hjartað þreyja.
Þá blessuð sá hún sitt barnið deyja
bað hún sig krossinn festa á,
Máríá.
25.
Grátinn talaði, guðs í pínu,
til græðarans renndi hún augum sínum:
„Svæfið þér mig hjá syninum mínum
svo að eg mætti dauðann fá,“
Máríá.
26.
Má það enginn maðurinn skilja
hvað myndi yður sorgin krenkja og kilja.
Ofan um hvirfil og allt til ilja
alblóðugan hún son sinn sá,
Máríá.
27.
Hjartað skalf af harmi sárum,
höfuðdrottningin flóði í tárum.
Ástúðlega augum klárum
upp til krossins renndi hún þá,
Máríá.
28.
Ljúfan svein í sinnu karmi
sætlega vafði lífs á armi.
Nú er því bundin beiskum harmi;
barnið sitt hún horfir á,
Máríá.
29.
Þeir hófu af krossi líkið ljúfast,
hún lagði í fang sér hörundið hrjúfast,
hendur sárar um hálsinn kljúfast,
hvort sem annað faðmaði þá,
Máríá.
30.
Mælti þetta móðirin skæra,
– hún mynntist við sitt barnið kæra –:
„Héðan skal eg mig hvergi hræra
heldur jafnan vera þér hjá,“
Máríá.
31.
Einn veg skyldu aumir sem góðir
jafnan setja í hyggju slóðir
hvað sem píndist sonur og móðir
í sárri neyð en ætla má,
Máríá.
32.
Háleit brúðurin himna, kæra,
hver þinn grát vill lesa eður læra;
virstu þeirra visku að næra
og verð oss aldrei burtu frá,
Máríá.
33.
Einkum bið eg þig, innileg sæta,
englakóngsins móðirin mæta;
láttu mig svo löstu bæta,
lausnarann mætti eg blíðan sjá,
Máríá.
34.
Þú ert fegursti lífsins ljómi,
líknar æður, tignar blómi,
allra manna yndi og sómi;
aldrei víktu mér því frá,
Máríá.
35.
Mea crimina mater dei,
mér til reikna gjörðu eigi
orationem hugar hneigi,
hátt upp lýsta matróná,
Máríá.
36.
Þegar dauðinn dapur kemur,
dugðu mér sem bænir fremur.
Ykkur um það eflaust semur,
engla kóngi kvittun ljá,
Máríá.
37.
Kveð eg þig nú blómstrið blíða,
blessuð meyjan, tignarfríða.
Má þér ekki úr minni líða
mér að hjálpa nauðum frá,
Máríá.
38.
Sancta mater Eli ave,
in mortis agone fave;
yfir synda crimina cave
coronam vitæ mihi dá,
Máríá.


Athugagreinar

Kvæðið er þannig prentað í Íslenskum miðaldakvæðum:
1.
Heyr mig bjartast blómsturið mæta,
blessuð móði‹r› himna stræta.
Láttu mig fyrri löstu bæta,
en líði e‹g› þessari veröldu frá,
Máríá.
2.
Viðris milskað vínið skæra
vilda eg yður til heiðurs færa.
Móðir guðs og megtug kæra
megindrottningin kallast má,
Máríá.
3.
Þú ert hin fróma lífsins lilja,
lyftiligasta guðdóms þilja,
framar en nokkur fái að skilja,
frægðin þín tést himnum á,
Máríá.
4.
Gleðinnar byggð og gimsteinn fljóða,
guðdómshöll og rósin rjóða,
líknaræður og lækning þjóða,
lífsins brunn þig ka‹l›la má,
Máríá.
5.
Sól réttlætis, sævar stjarna,
sæmd og hjálpin Adams barna.
Hinn lyftiligasta lífsins kjarna
léstu fæddan jörðu á,
Máríá.
6.
Blíðan til þín boðskap sendi
blessaður guð af sjálfs síns hendi.
Engillinn svo orðum vendi
ástúðliga sem greinast má,
ave Máríá.
7.
*Fylldist innan fárra tíða
forspá sú sem rituð var víða,
að miðri nótt í mátann blíða
milding himna fæddir þá,
Máríá.
8.
*Mætu barni móðurin unni
meistarliga sem hjartað kunni,
a‹f› hinum innsta blíðubrunni,
brjóstum þínum, *fæddist á,
Máríá.
9.
Þrjátigi ár og þrjú að telja
í þessari veröld virtist að dvelja.
Yður réð Júdas svikarinn selja,
silfrið hvíta hann girntist á,
Máríá.
10.
Skírdagsnótt sem skrifast í óði,
skapari minn að sveittist blóð‹i›,
af þeim harm og mikla móði
mjög var kominn að höndum þá,
Máríá.
11.
Fram í garð einn flokkurinn ljóti
*fóru ei síðar miklu hóti.
Seljarinn gekk að sögðu móti,
sjálfan drottinn hann heilsaði á,
Máríá.
12.
Á guðs son hlaupa, grípa og fanga,
grimmir tala með *atferð ranga:
„Látum yfir hann lögmál ganga,
leiðum hann inn fyrir Pílatum þá,
Máríá.
13.
Bera fram lygi á blessaðan herra,
brigslin létu ei þverra,
miklu höfðu viljann verra
en virða nokkur megi það tjá,
Máríá.
14.
Lögðu dóm yfir ‹l›ausnarann mæta,
ljúfust *heyrði móðir hans sæta,
þjóðin gjörvöll þeirra stræta
þennan úrskurð heyrði upp á,
Máríá.
15.
Skapara heimsins skelktu og hlógu,
skærast hold þeir lustu og drógu,
gengu að með gabbi nógu,
greiða höggin hver sem má,
Máríá.
16.
Flengdu, bundu, lömdu og lýttu,
lausnarans ásjón hræktu og spýttu,
að drottni vorum dúki knýttu,
dreif honum fólkið allt í frá,
Máríá.
17.
Þyrnikórónu þröngva og stirða
að þínu enni snúa og girða,
illsku þeirra ei má virða,
Jesúm negldu þeir krossinn á,
Máríá.
18.
Sárt var Kristur kvalinn í böndum,
á krossinn strengdur fótum og höndum,
*reka gadda reknum ströndum,
rifnaði holdið útí frá,
Máríá.
19.
Í gegnum hans hendur gaddar stóðu
og göfuga fætur á holdi rjóðu,
úr lausnarans sárum lækir flóðu,
þeir lögðu spjóti hans síðu á,
Máríá.
20.
Grimmir júðar gallsdrykk blanda
græðara heimsins þá til handa.
Hann leiddi út sinn lífsins anda,
í líkamsdauða krossinum á,
Máríá.
21.
Minnunst vær hvað móðurin þýða
mundi sáran angist bíða.
Innan heimsins allra tíða
öngva sorg kann slíka að fá,
Máríá.
22.
Um hennar hjartað harmurinn sækir,
af heitum *benjum dundu lækir.
Sá fló í brjóstið sorgar mækir
er Símeon gjörði fyrir að spá,
Máríá.
23.
Augun lauguðust öll í tárum,
óðum blóðið dreif úr sárum.
Af æðum græðarans undabárum,
allur krossinn dreyrgaðist þá,
Máríá.
24.
Lút af sútum, signuð meyja,
síst má hennar hjartað þreyja.
Þá blessuð sá hún sitt barnið deyja
bað hún sig krossinn festa á,
Máríá.
25.
Grátin talaði guðs í pínu,
til græðarans renndi hún augum sínum:
Sæfið þér mig hjá syninum mínum
svo að eg mætti dauðann fá,
Máríá.
26.
Má það enginn maðurinn skilja
hvað mundi yður *sorg‹in kreinkja› og kilja,
ofan um hvirfil og allt til ilja
alblóðug‹an› hún son sinn sá,
Máríá.
27.
Hjartað skalf af harmi sárum,
höfuðdrottningin flóði í tárum.
Ástúðliga augum klárum
upp til krossins renndi hún þá,
Máríá.
28.
Ljúfan svein í sinnu karmi
sætliga vafði lífs á armi,
nú er því bundin beiskum harmi,
barnið sitt hún horfir á,
Máríá.
29.
Þeir hófu af krossi líkið ljúfast,
hún lagði í fang s‹ér› hörundið hrjúfast,
hendur sárar um hálsinn kljúfast,
hvort sem annað faðmaði þá,
Máríá.
30.
Mælti þetta *móðrin skæra,
hún minntist við sitt barnið kæra,
héðan skal ég mig hvergi hræra
heldur jafnan vera þér hjá,
Máríá.
31.
Einn veg skyldu aumir sem góðir
*jafnan setja í hyggju slóðir,
hvað sem píndist sonur og móðir,
í sárri neyð en ætla má,
Máríá.
32.
Háleit brúðurin himna kæra,
hver þinn grát vill lesa eður læra,
virðstu þeirra visku að næra
og verð oss aldrei burtu frá,
Máríá.
33.
Einkum bið ég þig, innileg sæta,
englakóngsins *móðrin mæta:
Láttu mig so löstu bæta,
lausnarann mætti eg blíðan sjá,
Máría.
34.
Þú ert fegursti lífsins ljómi,
líknar æður, tignar blómi,
allra manna yndi og sómi,
*aldrei víktu mér því frá,
Máríá.
35.
Mea crimina mater dei,
mér til reikna gjörðu eigi,
orationem hugar hneigi,
hátt upp lýsta matrona,
Máríá.
36.
Þegar dauðinn dapur kemur
dugðu mér sem bænir fremur.
Ykkur um það eflaust semur,
englakóngi kvittun ljá,
Máríá.
37.
Kveð ég þið nú, *blómstrið blíða,
blessuð meyjan tignar fríða,
má þér ekki úr minni líða
mér að hjálpa nauðum frá,
Máríá.
38.
Sancta mater Eli ave
in mortis agone fave,
yfir synda crimina cave
coronam vitæ mihi da,
Máríá.
71.
Fylldist] < Fylldiz A (Add 11.242).
8.
1.
Mætu] B < ’Mætta’ A (11.242).
8.
4 fæddist] B. < ’þu fæddiz’ A (11.242).
12.
2 atferð] < ’at ferd’ í handritum.
14.
2 heyrði] B. < ’heyrdu’ A (11.242).
18.
3 reka] B. < ’rirka’ A (11.242).
22.
2 benjum] B < ’beinum’ A (11.242).
26.
2 sorg‹in kreinkja›] [Það sem er innan hornklofa er máð burt í A en hér fyllt eftir B]
30.
1 móðrin] < ’modren’ A (11.242)
33.
2 móðrin] [skrifað ’módrin’ B (Add 4829)
34.
4 aldrei] [’alldi’ í B3 (JS 260 4to)
37.
1 blómstrið] [’blómstrid’ í B en ’blomstured’ í A svo langt sem það nær].
Ath.
10.
1 óði] skrifað í A ’ode’ en hér breytt í ’óði’ og sömuleiðis rímorðið í 10.2 blóð‹i› en ekki blóð‹e› þótt ef til vill ætti að túlka rímið svo.
11.
2 ’fóru’ náttúrleg fleirtala.
A (Add 11.242) líkur á 30. erindi og er eftir það farið eftir B.