Áns rímur bogsveigis – fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Áns rímur bogsveigis 1

Áns rímur bogsveigis – fyrsta ríma

ÁNS RÍMUR BOGSVEIGIS
Fyrsta ljóðlína:Fræði hefr eg fólki veitt
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjá fyrirvara í upplýsingum um heimild.
Byggt á prentaðri útgáfu Ólafs Halldórssonar en stafsetning hefur verið samræmd.
1.
Fræði hefr eg fólki veitt
fyrr að beizlu kvenna.
Það er mér orðið undra leitt
só öngu tek eg að nenna.
2.
Vakta eg fyrr til vísna um nætr
var eg þá nokkru yngri.
Nú kemur harðr í hugarins sætr
harmurinn öllum þyngri.
3.
Elskan bað mig inna sér
afmors dikt af hendi.
Ellin tekur það allt frá mér
só ei máeg nefna kvendi.
4.
Því hef eg vaktað vísna spil
um vella þellur frómar.
Heldur legði hún hugðu til
hversu vísan rómar.
5.
Þar taka fast að finna að
frygðar hofmenn prúðir.
Nú mun eg skeyta skötnum það
að skjala ei lengr um brúðir.
6.
Fylkis kóngar fyrr í öld
frá eg þeir Noregi réðu.
Stálin brutu þeir stinn og köld
og stórar eigur téðu.
7.
Frá eg að einu fylki tveir
feðgar stýrðu ríkir.
Ólaf hét og Ingjald þeir;
ekki að mörgu líkir.
8.
Ólafs lund var hýr og hæg
hélt vel góða drengi.
Ingjald þótti yfrið slægr
og undirförull við mengi.
9.
Ása heitir Ólafs mey,
Ingjalds kóngs var systir.
Margan frá eg þá menja ey
mann að eiga lysti.
10.
Ása var þá eigi gift,
ung og mannvönd bæði.
Síðar verðr af silki-nift
sagt í þessu fræði.
11.
Ólaf hafði áttar tvær
auðar þellur fríðar.
Sú hét Dís að dygðum kær
er dögling festi síðar.
12.
Önundur kóngur ýta vó
áður veitti náðir.
Ól við henni arfa tvó,
Úlfar hétu báðir.
13.
Ingjald hefir við Úlfa deilt
um efni þeirra ríkja.
Brýzt þar ei með brögnum heilt,
báða vill hann svíkja.
14.
Háði hann við þá hildur tvær
og hafði verr í báðum.
Á frændur sína fjandskap slær,
flár og illr í ráðum.
15.
Í Hrafnistu sem herma skal
hélt einn bóndi frægi.
Nafnkunn ey fyrir Naumudal
norður frá eg að lægi.
16.
Björn hefir lagða blíða í sæng
brúði er Þorgerður heitir.
Sú var komin frá Katli hæng,
köppum dygðir veitir.
17.
Hrafnhildur var hennar mæðr
Hængr að nafni unni.
Bóndinn átti brögnum skæðr
börn við menja Gunni.
18.
Þeirra dóttir Þórdís hét
þrifin í öllum greinum.
Gaut á Hamri gifta lét
göfugum bónda einum.
19.
Gauti átti gildan nið,
Grím skal að nafni kenna.
Eigi máttu allir við
jafnast sveininn þenna.
20.
Birni varð og bauga grund
barna auðið fleiri.
Þóri nefni eg þeirra kund
þar var flestum meiri.
21.
Þórir fór í þengils hirð
og þiggur sverð eð bezta.
Sú er af kóngi kempan virð
og kallast hetjan mesta.
22.
Jafnan frá eg það öfundað fast
af Ingjaldz mönnum bæði.
Beint er sverðið breitt og hvasst,
bítur stál sem klæði.
23.
Berr hann af flestum blíðu og megn
Bjarnar sonrinn teiti.
Því var hann kenndur Þórir þegn,
það var sverðsins heiti.
24.
Sveinn er nefndur í söguna Án,
sá var Þóris bróðir.
Ýtar sögðu eigi smán,
unnu fáir nema móðir.
25.
Ekki lagðist sífellt sjá
sveinn í elda skála.
Fæddist þann veg fólki hjá
flestir hugðu hann gála.
26.
Var þó heldr í vexti fljótr,
vænir limir og stórir,
Ára tólf var örva brjótr
engu minni enn Þórir.
27.
Nýtur hann lítt þótt nóg sé fé
nadda Týr enn hreini,
Olbogar stóðu út og kné,
einn er leppr á sveini.
28.
Þá hefir tólf að aldri ár
eyðir gullz með mengi,
Gekk í burt um grímur þrjár,
getr hann fundið engi.
29.
Án kom fram í eitthvert rjóðr
utan af stóru bergi
-þar stóð úti blístru bjóðr-
og bannar steininn dvergi.
30.
Austri fær ei innið sitt
Áns af málum stríðum.
Þú hefir aldri heima þitt
nema heitir þú mér smíðum.
31.
Vestri spyrr hvað vinna skal,
vígðr af inni sínu.
Örvar fimm með einum dal
só afli haldi mínu.
32.
Fylgja láttu í fleina seim
-fríðleg er það gæfa-
eigi lítið örunum þeim,
allt vil eg með þeim hæfa.
33.
Derlings skaltu drósir þrjár
daga í skógi bíða.
Eigi verðr oss allt til fjár,
eg mun þetta smíða.
34.
Færði hann honum enn fjórða dag
fríðan boga og örvar.
Þegninn horfði á þetta slag
og þótti allvel gjörvar.
35.
Síðan tók hann Suðra að fá
silfr og penga hreina.
Litur kvezt ekki leggja á
um lítils háttar beina.
36.
Austri gaf þá Áni stól
er allar smíðir lærði.
Þar eru á mynduð meistara tól
og móður sinni færði.
37.
Hann kvezt eiga hennar lund
fyrir hvern mann fram að virða.
Ekki frá eg þann örva Þund
um annan nokkurn hirða.
38.
Faðir hans gaf sér fátt um hann,
frá eg só tímann reika.
Afl hans vissi engi mann
því aldri kom hann til leika.
39.
Átján frá eg sem innir letr
ára fleina spilli.
Þórir sat þar þenna vetr
þeira var fátt í milli.
40.
Þórir býst á þengils fund
þegar að liðnum vetri.
Ferjan hans var færð á sund
finnzt þar engi betri.
41.
Skjalda Týr til skipsins rann
skein þá sól í heiði.
Heiman sér hann hlaupa mann
hefir sjá næsta á skeiði.
42.
Brjótur kenndi bróður sinn
Bauga tals enn mæti:
„Hvert skal ferðast, frændi minn?
Fíflsleg eru þín læti.„
43.
„Það er mér, frændi, flogið í lund,
að ferðast út á geima.
Vil eg með yðr á vísis fund
og vera ei lengur heima.„
44.
„Hvað mun fólinn fara með mér
að finna herrann mæta
að eigi mega nú höldar hér
heima að þér gæta?
45.
„Fara skal þó sem áður enn“,
kvað eyðir Fófnis hlunna,
„ekki munu þar allir menn
jafnan hofsið kunna„.
46.
Þórir brátt að þegnum veik
og þrífur garpinn höndum.
Strengir Án við stóra eik
stritast hann ekki úr böndum.
47.
Litlu síðar leit hann aftr,
ljóp þar Án með byrði.
Upp var dreginn með rótum raftr,
reiður frá eg hann yrði.
48.
Dundi Án með digra eik
eð dregin var upp með rótum.
Bróðir hans kvað býsna leik
beint í slíkum hótum.
49.
Bönd af sínum bróður skerr,
byrjast fundir hættir.
Læt eg ef þú lengra ferr
laufan ganga um sættir.
50.
„Eg hræðunst eigi hrottann þinn“,
hristir svaraði geira,
„viltu freista, frændi minn,
hvór fær hér ráðið meira?„
51.
Þórir greip hann þegar á loft,
þrífur arminn hægra,
veifði um sig virða oft,
varð hans aflið frægra.
52.
Frænda skaltu frægðar gjarn,
forðast þenna váða.
Má eg við þig sem minnsta barn
mjög só öllu ráða.
53.
Ungur sér það afreks mann
Án mun ráða verða
stoðar nú ekki hræða hann
þeir hafa sig nú til ferðar.
54.
Vænum frá eg hann vópna meið
vaðmáls klæðin fengi
allt fór Áni á öngva leið
allt sem viðr hann hengi.
55.
Út á þeirra öldu hest
Án réð fyst að ganga
þar sem görpum gegnir vest
gjörir hann sess að fanga.
56.
Hverr er þessi inn langi lókr,
lýðir spurðu stórir.
Vella svaraði veitir klókr,
við erum bræðr og Þórir.
57.
Þá vildi engi innan borðs
Áni í móti leggja,
þótti honum það illt til orðs
að erta lyndi seggja.
58.
Nú hafa þeir í Naumudal
norðan ferju haldið.
Tiggjar hafa þar tveir í sal
tignar ráðum valdið.
59.
Fréttin kom til fyrða tvist
fæstum get eg að líki.
Ólaf hafði andar misst
en Ingjald sezt að ríki.
60.
Þóri varð við þetta kippt,
það mun nokkurs kenna,
hann kvað ei að höguðu skipt
um herra dauða þenna.
61.
Ýtar kvómu að öðlings höll
Án var þar með seggjum.
Ríman verðr að raskast öll
sú reis að Boðnar dreggjum.