Að vestan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Að vestan

Fyrsta ljóðlína:Þeir vita það fyrir vestan
bls.73–74
Bragarháttur:Fjórar línur (þríliður) þrí- og ferkvætt Oaoa
Viðm.ártal:≈ 1925
Yst á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn.
Þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.

1.
Þeir vita það fyrir vestan,
að vel er kveðið þar.
Þær raula svo margt við rokkinn sinn
í rökkrinu, stúlkurnar.
2.
Þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir haukur og örn.
Það er sem bröttu björgin þar
séu byggð fyrir konungabörn.
3.
Þeir vita það fyrir vestan,
þar villtist haukur í byggð,
hann hugði að kenna þar hænsnunum flug
og hrafni og tófu dyggð.
4.
Þeir vita það fyrir vestan,
hann var þar um langa tíð,
uns hrafninn úr honum augun hjó
og ugglan risti honum níð.
5.
Og hænsnin görguðu og gólu
og grófu sinn öskuhaug.
En haukurinn særði þá hóf sig frá jörð,
til hamranna blindur flaug.
6.
Þeir vita það fyrir vestan,
þá voða að höndum ber,
þá vakna þeir enn við vængjaþyt
og vita þá, hver þar fer.
7.
Þá fleygist haukur úr fjalli
og fer yfir gamla slóð.
Hann langar að færa þeim dáð og dug,
sem drukku hans hjartablóð.