Lækjarsonnetta | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lækjarsonnetta

Fyrsta ljóðlína:Ég heyri lækinn langt að kominn þylja
bls.4. árg. bls. 99
Bragarháttur:Sonnetta, óstýfð, síðstuðluð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2006

Skýringar

Í tímaritinu Són, 4. árg., urðu þau leiðu mistök að síðasta braglína Lækjarsonnettu féll niður í prentun. Úr því er bætt hér en höfundur ljóðsins er heimildarmaður að leiðréttri gerð.
Ég heyri lækinn, langt að kominn þylja
sitt ljóð um fjallið, brekkuna og vindinn
um birtuna sem baðar hæsta tindinn,
og björgin hvöss í djúpi myrkra gilja.

Um fuglana sem fljúga vængjum þöndum
og fránum sjónum efstu heima gæta.
Og ljósálfa er logum dagsins mæta
er lýsa bjart frá himins morgunströndum.

Hann fossar yfir klappir, steina og strýtur
og strýkur yfir laut í grænum klæðum
og rennur framhjá björkum sem þar búa

Og vatnið niður brattar flúðir flýtur
og flytur tíðindi úr efstu hæðum
en flatneskjunni reynist tregt að trúa.