Matilde sérhvern dag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Matilde sérhvern dag

Fyrsta ljóðlína:Núna til þín: hávaxin ertu
bls.5. árg. bls. 116
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007 (þýðing)
Núna til þín: hávaxin ertu
eins og líkamsmynd Chíle og fíngerð
eins og anísblóm
og á hverri grein geymirðu vitnisburð
um ógleymanlegar vorkomur okkar.
Hvaða dagur er í dag? Dagurinn þinn.
Og gærdagurinn er á morgun, hann hefur ekki liðið
enginn dagur hefur liðið úr höndum þínum:
þú geymir sólina, jörðina, fjólurnar
í smágerðum skugga þínum þegar þú sefur.
Og þannig sérhvern morgun
gefurðu mér lífið.


Athugagreinar

Úr: El mar y las campanas