Víst ert þú mér kær | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Víst ert þú mér kær

Fyrsta ljóðlína:Víst ert þú mér kær
bls.5. tbl. bls. 98
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Víst ert þú mér kær,
mest samt fyrir einlægnina,
ágústvindur
köld norðanátt
með heiðríkju
eftir óþurrkatíð
eða feykir burt
fátíðri mollu
eyðir öllum blekkingum
um sumarið
einsog næturdögg úr grasi
og ég hef einsog fleiri
hlustendur veðra
heyrt þig leika
á símalínurnar
að húsinu
sönnum djúpum tónum
um sumarið