Jónas Hallgrímsson I | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónas Hallgrímsson 1

Jónas Hallgrímsson I

JÓNAS HALLGRÍMSSON
Fyrsta ljóðlína:Það smýgur sem geisli um hvolfin há,
bls.0
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1907

Skýringar

Birtist í tímaritinu Huginn 1. árg., 12.tbl. 1907, bls. 46. Hluti af kvæðaflokki sem Jón flutti fram á hátíð Stúdentafélagsins og Íslendingafélags í Reykjavík 16. nóvember 1907, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar.
Það smýgur sem geisli' um hvolfin há, 
sem hugur og launung á torfærum brautum, 
og fossar og klettar kallast á: 
„Nú kominn er Jónas af breiðum sjá.“ 
Hýrnar yfir hæðum og lautum, 
en brosandi bjóða þér hönd 
og blómavönd 
álfar í dölum, 
dísir á hjöllum og bölum. 

„Æ, komdu nú blessaður, blessaður heim!“ 
Nú berast þau orð milli tungu og eyra, 
og náttúran yrkir við hörpuhreim 
og hljómarnir titra’ upp um víðbláan geim. 
Vetrinum einnig er unun að heyra. 
Tak undir, þú íslenska þjóð, 
þau ástarljóð! 
Feðranna tunga, 
fagnaðu syninum unga!