Stúlkan sem var elskuð í skjóli nætur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stúlkan sem var elskuð í skjóli nætur

Fyrsta ljóðlína:Hvert fórstu í nóttinni?
bls.6. árg. bls. 24
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2008

Skýringar

Ljóðið birtist einnig í ljóðbókinni Vegurinn um Dimmuheiði (2012), bls. 9 og þá í lítillega breyttri mynd frá þeirri gerð sem var prentuð í Són. Hér er ljóðabókinni fylgt að ósk höfundar en tilvitnun í Són haldið til að standa við fyrirheit um að öll ljóð í Són megi finna á Braga – óðfræðivef.
Hvert fórstu í nóttinni?

þegar dagurinn kom
varstu hér —

Þegar
þú hafðir grátið. Og þegar
þú hafðir legið eins og sært og yfirgefið dýr
varstu hér.

Höfðu hundarnir étið þig. Varstu lífs eða liðin —
Hvernig leið þér í nóttinni?

Hundar mega ekki borða börn, sagðir þú. En þorðir
ekki að gráta.
Hver reið þér í nóttinni?

Bestu ljóðin voru ort til þín. Og þú þorðir bara að gráta
þegar svartnættið kom. Og þú varst horfin en samt
varstu hér.

Svartir hundar glefsa.

Í nóttinni og riðu burt.