Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sálmur

Fyrsta ljóðlína:Það sem ég geri er gert af vanefnum
Höfundur:Thomas Bernhard
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Það sem ég geri er gert af vanefnum,
það sem ég syng er sungið af vanefnum,
þess vegna átt þú tilkall til
handa minna
og raddar minnar.
Ég mun iðja eftir fremsta megni.
Uppskerunni heiti ég þér.
Ég mun syngja söng þjóðanna sem fórust.
Ég mun syngja um þjóð mína.
Ég mun auðsýna ást.
Einnig misindismönnunum!
Með misindismönnunum og hinum berskjölduðu
mun ég grundvalla ný heimkynni –
samt er það sem ég geri gert af vanefnum,
það sem ég syng sungið af vanefnum.
Þess vegna átt þú tilkall til
handa minna
og raddar minnar.