Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Spámannafæða

Fyrsta ljóðlína:Þegar engisprettur hernámu borg okkar,
Höfundur:Günter Grass
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Þegar engisprettur hernámu borg okkar,
mjólkurlaust varð í húsunum, dagblaðið kafnaði,
þá opnuðu menn dýflissurnar, létu spámennina lausa.
Nú héldu þeir eftir strætunum, 3800 spámenn.
Refsingarlaust fengu þeir að tala, næra sig ótæpt
á þessu gráa, hoppandi viðmeti sem við kölluðum pláguna.

Hver hefði við öðru búizt?

Brátt var mjólk aftur fáanleg, dagblaðið dró andann,
dýflissurnar fylltu spámennirnir.