Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þegar að kvöldi kom

Fyrsta ljóðlína:Þegar að kvöldi kom sáum við
Höfundur:Gerhard Fritsch
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Þegar að kvöldi kom sáum við
að ekki var allt sem skyldi. Og höfðum þó
ráðagerðir uppi, miklar, að morgni dags,
hraðhentir og fóthvatir án efablendni.
Orð okkar voru sem rýtingsstunga,
tillit okkar færði fjöll úr stað,
mældi og skipaði niður á ný
löndum ókyrrleikans. Samt
þegar að kvöldi kom, sjá, þá var
allt til einskis.

Fjöllin horfðu við blá
eins og jafnan fyrr í fjarska sem var djúpur,
á ökrunum bálaði eldrautt kjarr,
klakandi froskum skaut upp úr riðandi
fold. Jörðina höfðum við
þungað böli. Við krupum niður
og biðum þess að yrði nótt.

Hún kom og breiddi
landakort sitt yfir
okkar óreistu húsabæi.

Einungis
heimsálfur englanna
létum við
óspilltar.
Huggun er það þegar við sundrumst
í duft