Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hinn sigraði

Fyrsta ljóðlína:Af vötnum jarðar
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Af vötnum jarðar
hefur hann drukkið,
að mosagrænum uppsprettulindum
laut hann niður
skrælþurrum munni,
með dauðabeyg raunar
og þó fylltur áfergju.
Oft lá hann, örmagna,
endilangur,
og hamraði jörðina
með hjartslætti sínum.