Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dálítið sem sýnt er aðkomumanni

Fyrsta ljóðlína: „Sjáið þér, hérna lágu í þá daga hinir dauðu
Höfundur:Walter Bauer
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
„Sjáið þér, hérna lágu í þá daga hinir dauðu
og á torgunum alls staðar,
svertir og saman skroppnir af logum,
sérkennilega smáir orðnir, eins og innantómir pakkar,
laufléttir.
Eldstormar æddu fram hindrunarlaust.
Í lofti gnýr eins og . . .
örðugt að lýsa þessu fyrir ókunnugum . . .
gáið að því: borgirnar voru fullþroska.
Og síðan: í svona kjöllurum – skiljið þér?
þaðan sem nú sprettur illgresi og köld nálykt tvístraðra tíma –
í þessum kjöllurum biðu menn.
Hvers? vilduð þér vita . . . – Að maður slyppi.
Nú er rótt. Ekkert lengur. Ekkert hljóð.
Og þó voru þetta staðir biðarinnar eftir hel eða hlífð,
holur greftrunar í kyrrþey.
Fossandi vatn sem óvænt skall yfir
stytti biðina, reyndar ögn kvalafullt.
Hér sátu flestir
í svo sem óendanlegu námi undir annan heim.
Og prófið, stóðust menn það? spyrjið þér.
Nei.“