Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Tíminn breytist

Fyrsta ljóðlína:Engan er lengur að finna
Höfundur:Karl Krolow
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Engan er lengur að finna
sem litar með bláu
minnismerki ástúðleikans.
Gælur bjartra lokka
eru gleymdar og stráhattarnir.
Börn sem í lystigarði
léðu öxl sína þreyttum söngfuglum
uxu úr grasi.

Tíminn breyttist.

Ekki framar verður hann strokinn
ungum höndum.
Nú eru aðrar ljósaperur í lömpunum.
Tennisboltarnir skiluðu sér ekki
utan úr bláloftinu.
Guli sundklæðnaðurinn
dó fiðrildadauða.
Og öll umslög
molnuðu í mjúkt dust.

Í stað þess fylla strætin ókunnugir
með farseðla í vösum sér.