Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Skuggi á steinvegg

Fyrsta ljóðlína:Skuggi á steinvegg
Höfundur:Gottfried Benn
Þýðandi:Hannes Pétursson
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2009 (þýðing)
Skuggi á steinvegg
af greinum sem golan bærir um hádag,
það er nægjanleg jörð,
og að því leyti sem að auganu snýr
nægjanleg hluttaka
í himinleiknum.

Hve langt hyggstu þá halda? Meinaðu
nýjum áhrifum nú
hina aðgangsfreku fastmótun –

liggja þögull,
líta sín eigin akurlönd,
óðalseignina gjörvalla,
virða fyrir sér lengi
valmúann framar öðru,
hinn ógleymanlega,
því hann kom með sumarið sjálft –

hvert er hann horfinn – ?