Vinsamleg tilmæli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vinsamleg tilmæli

Fyrsta ljóðlína:Ég veit er ég dey svo að verði ég grátinn
Höfundur:Bjarni Lyngholt
bls.110
Bragarháttur:Fjórar línur (þríliður+) fer- og þríkvætt: AbAb
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1912
1.
Ég veit – er ég dey – svo að verði ég grátinn.
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj’ á mig látinn
– þá láttu mig fá hann strax.
2.
Og mig eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en – segðu það heldur nú.
3.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna
þá verður það efalaust þú
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en – mér kæmi hann betur .
4.
Og mannúðarduluna þekki ég þína
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð’ að breiða’ yfir brestina mína
þá breidd’ yfir þá í dag.