Samhljóðavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samhljóðavísur

Fyrsta ljóðlína:Hest vil ég kaupa og helst sem fyrst
bls.62
Bragarháttur:Samhljóðavísur
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012

Skýringar

Flestar fluttar á Bragaþingi á Blönduósi 2007.
1.
Hest vil ég kaupa og helst sem fyrst
hastur fellur mér allra verst.
Mestu varðar um lappalist
ljóst má vera að hún skal traust.
2.
Sullar og mallar sífellt bull
svellur í gjalli drifhvít mjöll.
Ellinni fellur hreyfing holl
hrella mig tröllin ljót og ill.
3.
Skuggaleg vofa vekur ugg
vaggar hún nær með brýnda egg
högginu við ég löngum ligg
leggi hún til mín viðbragðssnögg.
4.
Göngumanni er gatan þröng
gangan liggur því oft í hring.
Langar mig enn að fá í fang
fenginn sem glaður um ég söng.
5.
Glími ég þrátt við orðsins óm
ama veldur mér hik og stam.
Gamanlaust er nú fát og fum
fimi skortir í mál og rím.
6.
Vanda eykur grænni grund
grandalausri um forlög blind
vindur hvass er svartan sand
sendir yfir veikbyggð lönd.