Fyrstu vordægur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fyrstu vordægur

Fyrsta ljóðlína:Ljósið loftin fyllir
bls.191–192
Viðm.ártal:≈ 1900–1925
1.
Ljósið loftin fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
2.
Dagarnir lengjast
og dimman flýr í sjó,
bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
3.
Og lambagrasið ljósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
4.
Þá flettir sól af fjöllum
fannanna strút,
í kaupstað verður farið
og kýrnar leystar út.
5.
Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.