Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Marka–Leifi

Fyrsta ljóðlína:Sólhvarfatíð og vetur úti og inni
Viðm.ártal:≈ 1950
Sólhvarfatíð og vetur úti og inni.
Illviðrahrinur krenkja stutta daga.
Áfreðargljáin allan byrgir haga.
Engin þess von, að frosti og hríðum linni.

Fetar sig veginn, einn í ótíðinni,
óskilatrippi milli byggða rekur.
Þunnklæddan mann á hjarni í spori hrekur
hnikar þó ei af leið á göngu sinni.

Liðin er tíð og framar fást ei svör
við farandgestsins spurn, hvort yrði hann fær um
ennþá einn dag að hitta á veðra hlé.

Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för
útigangsmaður, krýndur silfurhærum,
aleinn á ferð með óheimt vonarfé.