Rímur af Flóres og Leó – áttunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Flóres og Leó 8

Rímur af Flóres og Leó – áttunda ríma

RÍMUR AF FLÓRES OG LEÓ
Fyrsta ljóðlína:Enn mun eg fleyta Austra skeiðum
bls.101–123
Bragarháttur:Dverghent – innbrugðið – bragarós
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Rímur
1 Enn mun eg fleyta Austra skeiðum
óms úr vör,
Sónar beita súðabreiðum
sigluknör.

 
2 Rennur aldrei róms af iðju
rœðan klár,
því bragur í kaldri Bölverks smiðju
er barinn fram hrár.

 
3 Orku bágum erðið tóns
á Austra gamm
visku lágum veltir Sóns
upp vörnum fram.

 
4 Ójafnt gefur lánið lýðum
lukkan slyng,
aðra kefur í völdum víðum
veraldar hring.

 
5 Margir ríkir sofa á svæflum,
sitt fá brauð,
annar sníkir í rotnum rœflum,
reynir nauð.

 

6 Hinum, sem gengur óskum eftir
allt í heim,
valtur fengur féð afsleppt er
flestum þeim.

 
7 Veldur syndin, sök er manna
sannlega víst,
að hjólgrindin heimsins ranna
hvikul snýst.

 
8 Margur ríkir heimsins hjóli
háu á,
annar sníkir og þeim stóli
ætlar ná.
 
9 Stár hinn réttur, rambar og ríkir,
reigður er,
af hjóli dettur, hinn sem sníkir
hátt upp fer.

 
10 Hvað skal að draga hér í hrúgur
heimsins auð,
ef so vill haga að sinnir ei múgur
um sálar brauð?

 
11 Látum hjólið heims sér snúa
sem hefur það lyst,
öruggt skjólið á er að trúa
œðstan Krist.

 
12 Betra er snauður í beiskri kælu
að berjast lands
og eignast dauður eilífa sælu
engla ranns.

 
13 En með auði í ótrú giftr
ágirnd seims,
og verða brauði sálar sviptr
seinna heims.

 
14 Frekveitt rýrast fémuna hnossið
firðum hjá,
ógreitt dýrast erfða góssið
ei hálft fá.
 
15 Hvört ár mœðist halur og meyja
heims af kurt,
hann sem fœðist hlýtur að deyja
héðan í burt.

 
16 Þann sem lék við lukkan fríða
og lifði í gær,
hann hefur tekið helför stríða
hádegi nœr.

 
17 Skiljast hlýtur metorð, maura
og makt við hér,
en sá nýtur ójafnt aura,
er erfðin ber.

 
18 Hafi með œru heims um ranninn
hagað sér vel,
angurs snœru eftir manninn
öldin ber.

 
19 Ljóst so rómur leikur yfir
landi og bý,
hann er frómur hér meðan lifir
heimi í.


20 En ef gefur stríð með styggðum
stoltri þjóð,
á honum hefur í öllum byggðum
öldin móð.

 
21 Öngva fróma eg veit þjóðum
æðri þeim,
er með sóma og orðstír góðum
enda heim.

 
22 Hann mun lengi lands hjá þjóðum
lofaður hér.
Þykja mun mengi mansöngs ljóðin
minnka mér.

 
23 Róms um göngin raddar málið
rennur stirt,
þraut mig föngin, því er mér brjál
að þylja myrkt.

 
24 Þar eg felldi raddar rúinn
rímu klið,
heima í veldi her lá búinn
heiðnum við.
 
25 Boðskap sendi brúðurin snilla
í borgina nú,
mætast kvendi Marsibilla,
meyjan sú.
 
26 Einn fór langur illsku kauði
á jór þar,
hleypti strangur borg að blauður
bófinn snar.
 
27 Kristnir sjá hvar sendimaður
sætu fór,
boginn til hnjá var beilhryggjaður,
býsna stór.
 
28 Seima spillir sjónarbaugna
svart til var,
þessi milli þverhönd augna
þegninn bar.
 
29 Kinnar kvöptu, digur var dausinn,
dólgs il víð,
augun skröptu innan um hausinn,
eyrun síð.
 
30 Er hann gripa ólagligur
á alla grein,
hnútasvipa hals var digur
í hendi ein.
 
31 Hest ótrauða henni meður
hart nam slá,
ásýnd kauða ýta gleður,
er aulann sjá.
 
32 Að kristnum þvert réð kauðinn ríða
og kalla hátt:
„Eg Dagobert vil fylkir fríða
finna brátt.
 
33 Mér bauð skjótt þeim milding færa
máls um frón
buðlungs dóttir boð hin skæra
úr Babýlón.

34 Hvort vildi hann borgina vist án efa
verja nú
með öngva sorgina, ellegar gefa
ungri frú.“
 
35 Kynja hraður kauðinn sté
í kóngsins rann,
sendimaður á sín kraup hné
þá sjóla fann.
 
36 „Soldáns jóðið, sæmdar meyja,“
seggurinn tér,
„buðlung góði, bað mig segja
boðin þér.
 
37 Mengrund heitir Marsibilla
meyjan sú,
öngva veit hér vera so snilla
eða væna frú.
 
38 Yðar um völdin auðgrund vefur
ærin sorg,
mæt sín tjöldin meyjan hefur
í Matrarborg.
 
39 Yðar í trausti tigin hefur
þar tjöldin sett,
geðs í nausti gullskorð vefur,
hvort gjöri það rétt.
 
40 Fylkir yður ung með öldum
á þeim bý,
seimgrund biður í sínum tjöldum
sé hann frí.

41 Með henni hundruð meyjanna ríða
meira en þrjú,
fólk er sundrað fylkirs víða
um Frakkland nú.
 
42 Orkuríkan einn hefur frúin
öðlings kund,
fær ei slíkan flein með búinn
fróns á grund.
 
43 Mey hefur besta kóngurinn kæna
keypt án sorg,
hann á að festa vífið væna
og vinna borg.
 
44 En ef borgin ei kann nást
fyrir utan kíf,
skal hann á morgun skjótt hér sjást
með skjöld og hlíf.
 
45 Þess án efa yður réð beiða
ung við tjald,
nú að gefa borgina breiða
í brúðar vald.
 
46 Er mín borgun, ef hana fær
ei auðar Bil,
strax á morgun sterkur og ær
komi staðarins til.
 
47 Eins hans líka ei þú finnur
uggir mig,
bragna ríka buðlung vinnur
borg og þig.
 
48 Að orka en hugsa er ei minna,
öðling snar,
átján flugs og ellefu vinna
ei af honum par.“
 
49 Ansa til réð öðling hraður
aula nú:
„Eg hef skilið orð þín maður,
aftur snú.
 
50 Segðu tjöldin selju landa
sé með frí,
mín skal öldin ei þeim granda
á þeim bý.
 
51 Fyrst þess biður fremdin snóta
í fljóða reit,
auðgrund viður ei vil eg brjóta
orð né heit.
 
52 Til selju ljóma siklings breka
segðu fyrst,
strax megi koma ef stár honum frek á
stríði lyst.
 
53 Mig skal ei stansa að mæta hraður
málma Þund.“
So réð ansa sendimaður
í samri stund:
 
54 „Lofun þína, fylkir Frakka
frægur nú,
víst fyrir mína vil eg þakka
væna frú.

55 Orkustríði ef hér kemur
uggir mig
og við lýði einvíg fremur,
þá iðrar þig.
 
56 Ætlar hann torgina eyða gera
með alls kyns pín,
komast í borgina kóngur og bera
kórónu þín.
 
57 Frá lofðung stríðum lengur hjala
ei lystir mig,
Mako- fríðum -met befala
eg, milding, þig.“
 
58 Í tjöldin aftur ljótur lagði
loddarinn nú,
fleina raftur fréttir sagði
falda brú.
 
59 „Frí þú torgina frúin hefur
fróm með tjald,
þó ei borgina þengill gefur
þér á vald.“
 
60 Rjóð það innir risanum leiða
refla brú,
gæfi að sinni ei borgina breiða
buðlung nú.
 
61 Einninn sprundi eyðir sverða
af fékk rætt,
í staðnum mundi sterkum verða
stillir mætt.

62 Sjóla gildum söguna stranga
so við brá,
vonsku trylldum viti af ganga
vomnum lá.
 
63 Gaur nam inna geysidigur
og glotti hátt:
„Í stað skal vinna stóran sigur
með stálið blátt.“
 
64 Buðlung trylldi bjóst, þá gríman
burt fór löng,
hann ei vildi hafa þann tíma
hest né stöng.
 
65 Með leður bambara yfir sér einn,
sá ei var mjór,
að tjöldum rambar risinn seinn
og reið ei jór.
 
66 Eisu Þundar aulinn frakkur
um sig batt,
aleinn skundar bófinn blakkur
borg að hratt.
 
67 Að porti snar rann Párís strangur
pansaralaus,
átta var hann álna langur
upp á haus.
 
68 Grenjar núna gaur ófríði
grimmur í hug:
„Ungu frúna eg fyrir stríði
ör í dug.

69 Kóngur sér ef kann að treysta
komi hér brátt,
sundur geri eg kauðann kreista
og kvista í smátt.“
 
70 Frænkiss lýða herinn heyrði
hljóð um torg,
á múrinn fríða margur keyrði
múgur í borg.
 
71 Vominn gjörðu voðalegan
á velli að sjá,
enginn þorði út við hann
í einvíg gá.
 
72 Frétti hvað spjallar fanturinn stríði
fylkir í borg,
á drottinn kallar Dagobert fríði
dapur af sorg.
 
73 „Vor guð,“ segir hann, „verndi sína
veiku hjörð,
so þessum ei af þung sé pína
þrjótnum gjörð.
 
74 Fleins af lundi ef Frakklands hjörð
er foreydd nú,
um fólkið mundi fækka á jörð
með fastri trú.“
 
75 Hryggjast gjörði hvör og einn,
sem heyrði það,
við risann þorði ei ræsir neinn
að ríða í stað.

76 Einn riddari ansa gjörði,
er stóð nær:
„Eg ríða skal mót randa Njörði,
ræsir kær.
 
77 Heldur en enginn vomnum versta
vogi mót,
fá mér mengi fákinn besta,
flein og spjót.
 
78 Hug eg ber til heljar kauðann
hart að slá,
annarhver skal okkar dauðann
eflaust fá.“
 
79 Dagobert þekki dögling segir
við darra við:
„Vil eg þú ekki við hann eigir
vopna klið.
 
80 Ef að gráðugur grimmd með stranga
grípur þig.
ei mun náðugur eyðir spanga,
uggir mig.“
 
81 Réð þá svara riddarinn fríði
ræsir mót:
„Eg vil fara, fylkir blíði,
fleins við brjót.“
 
82 Hest þeir fengu hlífum meður
hjálma brjót,
stæltar spengur, stinna f jöður,
stöng og spjót.

83 Á hest af torginni halur strauk fríður
með harðri lund,
út af borginni riddarinn ríður
á risans fund.
 
84 Risinn sá hleypa riddarann fríða
rétt að sér,
þótti sneypa þann við stríða
þorna grér.
 
85 Riddarinn beint að risanum hraður
reið sem má,
stökk ei seint á múr hvör maður
so megi til sjá.
 
86 Er riddarinn engin bleyða
í odda skvak,
spjótið snar í bambarann breiða
bófans rak.
 
87 Í gegnum plátuna riddarinn renndi
risans snart,
maðka átuna mildings kenndi
málmurinn hart.
 
88 Stýrir fleins ei stillir kynngi
stað kom úr,
það var eins og þegninn styngi
í þykkvan múr.
 
89 Þegar að risinn þessa sneypu
þrýstinn fann,
söðli úr visinn glópurinn greip
hinn göfuga mann.

90 Halurinn kastar honum sem skinni
herðar á,
gaurinn hastur grár í sinni
glotti þá.
 
91 Á risans herðum riddarinn kallar
ríkur í trú:
„Sál mína færðu sælu til hallar
son guðs nú.
 
92 Himnaríkis herrann bjartur,
um hjálp bið eg þig,
heljar díkis djöfullinn svartur
drepa vill mig.
 
93 Um mig vefði ei með mæðu
angur strítt,
ef Dagobert hefði eg döglings ræðu
dýrri hlýtt.“
 
94 Í tjöld nam reika risinn illi
riddarann með,
mengrund keika Marsibilla
mey fær séð.
 
95 So hóf ræðuna svinna viður
seima brú:
„Þessa skræðuna skenki eg yður,
skæra frú.“
 
96 Risanum þýð réð þakkir segja
þorngrund fróm,
en kristinn fríð var mæt ei meyja
mann við gróm.

97 Sem í burt var vikinn frá vífi
vomurinn stór,
mey fékk spurt af megnu kífi
málma Þór.
 
98 „Hvar fyrir varst so djarfur í dug,“
kvað dregla brú,
„við stóran barstu stillir hug
að stríða nú?“
 
99 Hnékraup niður halurinn mildi
hrings fyrir Ná:
„Sannleik yður segja vildi,“
svarar hann þá.
 
100 „Þá Dagobert mildi boð fékk blíður
bundinn sorg,
að risinn vildi ræna stríður
ræsirs borg,
 
101 Vogaði enginn við hann stríða
af vísirs drótt,
aumkvaði eg mengi, út bjóst ríða
yfrið skjótt.
 
102 Slíkt mér kífið kom að gjaldi,
kæra frú,
er mitt lífið í yðar valdi,
auðar brú.“
 
103 Mæt réð svara meyjan snjöllum
málma grér:
„Herklæðum snara og hlífum öllum
hratt af þér.

104 Hug með fal því hafðir að renna
hilmir mót,
dauðinn skal ei dapur spenna
darra njót.“
 
105 Riddarinn þakkar gullskorð glaður
gæðin slík,
með allgott snakk var ungur maður
hjá auðar brík.
 
106 Fljóðin gleður og frúinnar lýði
fróns um torg,
að riddarann meður risinn stríði
rann frá borg.
 
107 Morgun annan upp stóð risinn
ekki seinn,
og fyrir svannann auðnuvisinn
arkar sveinn.
 
108 Risinn hefur upp róm ófróðan
rétt við sprund:
„Makon gefi yður morgun góðan,
menja grund.
 
109 Þá gjöri eg fríðust gullskorð líta
góðsöm þig,
sorgin stríðust sárt vill bíta
sjálfan mig.
 
110 Þegar eg [heyri] hringþöll, orðin
hýrleg þín,
af trú eg keyri, auðar skorðin,
angurs pín.

111 Ef mig vildir, klénust kæran,
kyssa hér,
Dagobert skyldi eg dauðan færa
dögling þér.“
 
112 „Hlýtur að bíða bón sú þín,“
kvað bauga Ná,
„kóng með þýða ef kemur til mín,
þú koss skalt fá.“
 
113 Frá með sorgina Fofnirs bríma
foldu snýr,
og fyrir borgina annan tíma
enn sig býr.
 
114 Risinn kjagar borg að bráður
og bar ei spjót,
svartur vagar eins og áður
út á fót.
 
115 Að porti frakkur frá eg rási
fljótt sem kann,
geysiblakkur gaurinn hási
ganga vann.
 
116 „Kóngur sjálfur komi, ef mann
til kennir sig,
ei vil eg álfur aðra en hann
í odda stig.
 
117 Kristnum stillir í stríði vil gegna
staðnum úr,
Marsibilla minnar vegna
mætu frúr.

118 Dagobert,“ kvað hann, „dauflega gengur
dögling þér,
ef viltu staðinn verja lengur
vísir mér.
 
119 Eg hef grun að í borg hér
mun enginn mann,
so sterkur mun í stríði mér
við standa kann.“
 
120 Lýður í borg sem loddarans heyrði
lætin há,
ærin sorg að ýtum keyrði
öllum þá.
 
121 Dagobert mildi dapur af sorgum
dögling trúr,
við risann vildi ríða úr borg
í ríta skúr.
 
122 „Drottinn sýni þá dásemd,“ mildur
dögling tér,
„að lífi týni lofðung trylldur
í landi hér.
 
123 Lands ef firða frelsar af meinum,
faðir minn,
eg skal virða í öllum greinum
almátt þinn.
 
124 En ef gefur hans mér hrottinn
heljar pín,
önd mína hefur æðstur drottinn
upp til sín.“

125 Kominn frá Rómi kóng við fríðan
keisarinn tér:
„Öðling frómi, eg út vil ríða,
en ekki þér.
 
126 Guð ef vildi gefa mér sigur
gaurinn slá,
þessi skyldi dólgurinn digur
dauðann fá.“
 
127 Kóngur skrafar: „Keisarinn ekki
skal kargan við.“
Sjólar hafa um sinnu bekki
sorgar klið.
 
128 Hætt sem vafði herra og mengi
harma sút,
Clemus hafði gamli gengið
úr Geirmon út.
 
129 Flóres þá réð fylgja karli
fagur á torg,
höldar gá með hryggðar spjalli
heim að borg.
 
130 „Faðir minn blíður,“ Flóres sagði,
„frétti eg þig,
því herinn er stríður með heiftar bragði,
það hrellir mig.“
 
131 „Kónga er neyðin köld með grandi,“
karlinn tér,
„eyðir heiðinn allt vort landið
illsku her.

132 Risi einn strangur ramur sem trylla
er rekkum hjá,
milding langar Marsibilla
meyju að fá.
 
133 Buðlung einn hefur brúðurin hingað
borg að sent,
trylldur refur tiggja þvingar
í turniment.
 
134 öðling borgar einvíg býður
álma Þór,
en hann sorgar að hér lýður
er orku sljór.
 
135 Soldáns heiðin dóttir dýra
dygg í lund,
illsku seiðinn sendi hinn rýra
á sjóla fund.
 
136 Ætlar langan örva Baldur
að eignast frú,
ef vinnur strangan stáls við hjaldur
stillir nú.
 
137 Fær þeim enginn fleina brjóti
fold að steypt,
riddari af mengi reið gegn þrjóti.
og rekk hefur gleypt.
 
138 Ef dólgurinn slæmi drífst úr landi
eða deyddur er,
enginn kæmi oss að grandi
annar her.“

139 Flóres segir: „Svikakryddara
sár var heift,
þó trúi eg ei hér þann hafi riddara
þegninn gleypt.
 
140 Annað segi eg allmörg öld
þar um hafi þenkt,
á herðum dregið, hlaupið í tjöld
og hringþöll skenkt.
 
141 Mjög þó vildi mér til falla
mein slíkt nú,
eflaust skyldi eg við spjalla
unga frú.
 
142 Faðir minn hér þá bón veit blíða,
er bið eg þig,
lofaðu mér við risann að ríða
og reyna mig.
 
143 Geðs um leyni gefst ei friður
né gleði mér send,
fyrr en reyni hvort riddara miður
við risanum stend.
 
144 Eg má hafa þann hest að ríða,
er hrelldi þig,
hann mun gefa mér gjaldið friða,
er gilti mig.“
 
145 Karl réð inna: „Ærir þú sjálfur
aulinn þig,
við milding stinna mátt sem kálfur
málma stig.

146 Finn eg að sækir flónskan gamla
fast þig ljót,
þú vilt með mækir víst einn vamla
vomnum mót.
 
147 Þó þrjátíu færi með flein við kauða
fimari en þú,
af honum bæri úr býtum dauða
bragnar nú.
 
148 Hug ber mengi mildings fríða
margt um frón,
vogar þó enginn við hann ríða,
þér veiti eg ei bón.“
 
149 Flóres mælti: „Mitt fær hjartað
minnsta værð,
fyrr en reyni stælta risans svarta
rómu stærð.
 
150 Hafirðu ei rít né hlif tilbúna
að hjálpa mér,
fara eg hlýt so nakinn núna
sem nær stend þér.
 
151 Hugur minn býður hann muni tapa
heilla stund,
í dag mun stríður dólgurinn hrapa
dauður á grund.“
 
152 Karl réð svara kynjareiður,
kapp hans sér:
„Þú verður að fara, loddarinn leiður,
þó líki ei mér.“
 
153 Skerðir ljóta Fjalars fruggið
fróðir enn,
verður þrjóta Gjalars gruggið
góðir menn.