Rímur af Flóres og Leó – sjöunda ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Flóres og Leó 7

Rímur af Flóres og Leó – sjöunda ríma

RÍMUR AF FLÓRES OG LEÓ
Fyrsta ljóðlína:Sóns af sundi seggja þjóð
bls.84–100
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1600
Flokkur:Rímur
Sjöunda ríma  
Stafhenda
 
1 Sóns af sundi seggja þjóð,
ef sjöunda girnist Yggjar flóð,
fallna reisi eg Frosta skeið,
sem féll í sundur á Norðra leið.

 
2 Hyggnum ekki hróður býð,
heldur ungum barna lýð,
að litlu oft þau leika sér,
og líka því sem hégómi er.

 
3 Elsku barnið, athuga þú,
eg vil ráðin kenna trú,
heimsins forðast hrekkja nœgð,
huld er með honum pretta slægð.

 
4 Frekt er margur fús þar á
að félla þann, sem lítið má,
líður margur ljóta smán,
um landið gengur okur og rán.

 
5 Ólögunum unnið er með,
allt í hrúgur komið er féð,
en sá aumi útaf deyr,
enginn honum bjargar meir.


6 Það má kœta kristinn lýð,
sern koma í þetta veraldar stríð,
eftir lífið er honum vís
eilíf sœla í Paradís.

 
7 Mektugur er af gjöfunum gæddr,
guðvefs pell í moldina klæddr,
aumur í lörfum lagður í jörð,
líka er honum sælan gjörð.

.
8 Þó aldrei sé hann so aumur og ber,
ef ótta guðs hann skrýddur er,
grœtur og játar synda sár,
sálin ekki hreppir fár.

 
9 Í græðarans nafni gættu að þér,
því götustígurinn naumur er,
illa gjörir aldrei sá,
sem endalyktina stundar á.

 
10 Barnakornin bögurnar mín
bið eg læri að gamni sín,
heimsku þráttið hjartað lýr,
en hugurinn minn í sögunni býr.

 
11 Fyrst er upphaf fræðis nú,
að Frakkland hélt með kristna trú,
dyggða kóngur dáðavitr,
Dagobert í Párís sitr.
 
12 Heiðinn áður hafði lýðr
haldið Párís trúarstríðr,
rekinn langt úr landi nú,
löngum með var heiftin sú.

13 Þótti ekki þegnum vænt,
að þeim var undan landið rænt,
kristnum vildu ei þá enn
undirgefast heiðnir menn.
 
14 Soldán nefnist sjóli þar,
sá heiðinna kóngur var,
Babýlon hét borgin hans,
buðlung þénti fjöldi manns.
 
15 Sögðu heiðnir soddan tón
Soldán kóngi í Babýlón,
að kóngleg stjórn og kristin trú
komin væri í Párís nú.
 
16 Soldán ansar óður og ær,
er orðin þvílík fregna fær:
„Eg skal Párís eyða snar,
og so hengja kónginn þar.“
 
17 Síðan lét hann senda út boð,
sér skyldu allir veita stoð
í virðing þá með vopna sáð,
að vinna af kristnum Frakkaláð.
 
18 Þegar það heiðnir fregna fá,
flykkjast þangað hvör sem má,
koma saman kynstra undr,
kónga varð hjá Soldán fundr.
 
19 Risi einn með rekkum var,
rammlega trylldur, kóngsnafn bar,
þrjátíu hafði þúsund hann,
þetta lið til Soldáns rann.
 
20 Evrópa menn öðling frá
úr Árabíá og Persíá
ótal næsta höfðu her,
hundrað og tuttugu þúsunder.
 
21 Á þrjátíu dögum þengils lið
þar kom búið í odda klið.
Soldán reið þeim sjálfur mót,
sæmir og þakkar trúskaps hót.
 
22 Risakóngur ræddi fyrst:
„Rétt hef ég, Soldán, þar til lyst,
að þér nú með allri dáð
aftur vinnið Frakkaláð.
 
23 Bráðlega skipin búið til hér,
við bjartan guð eg Makon sver,
Dagobert með djarfri hand
skal deyðast nú í Frakkaland.
 
24 Sjálfur eg með selskap minn
setjast skal í borgina inn,
og yður, Soldán, eftir á
allt vil Frakkland skenkja þá.“
 
25 Þakkar hann risanum þetta traust.
Þá voru búin skip til hraust,
þar á völdu vopn og plögg,
sem voru hæf í branda dögg.
 
26 Tiggi Soldán, tjást skal hér,
tuttugu átti frillur sér,
þrjátíu syni þeim við nú,
þessir héldu heiðna trú.

27 Öðling dætur átti með,
öllum var þeim fegurðin léð,
ein var sú af öllum bar,
engin hennar líki var.
 
28 Andlit hafði eins og rós,
augun voru skær sem ljós,
hvítara var hennar holdið snjó,
hárið bar af öllu þó.
 
29 Sagt er að engin fegri frú
fæðst hafi sólu undir nú,
utan sú ein með ástarband,
Elena stjarna í Grikkjaland.
 
30 Marsibilla meyjan hét,
mjög vel að henni kóngurinn lét,
með allri fegurð auðar brík
engin fannst í heimi slík.
 
31 Hæfilegri hegðan með
hún til Soldáns ganga réð:
„Í Frakkland“, segir hún, „fara með þér,
faðir minn góður, bón mín er.
 
32 Girnist þér að gifta mig,
gjöri eg þess ei dylja þig,
stillir best hvör stríða kann,
stundað hef eg að eiga þann.“
 
33 Milding ansar menja Bil:
„Makon gefi þar lukku til,
í Frankaríki fara skaltú.“
Fljóðið þakkar kóngi nú.
 
34 „Ef þér vill það lukkan ljá,
að lofðung Páríss mættir ná,
hjarta faðir, í hendur mér
höfuðið kóngs þá skenki þér.
 
35 Sagði þar við Soldán já,
síðan bjó sig hvör sem má,
með þrjú hundruð menja Bil
meyjarnar gekk nú skipa til.
 
36 Á einu skipi hin unga frú
og þrjátíu kóngar nú,
merki þess voru gulli af gjörð,
gini sneru að Frakkajörð.
 
37 Gulllega vængi glóaði á,
gustaði vindur í toppinn þá,
báða arma breiddi út,
sem byðist fljúga um karfa lút.
 
38 Byrinn í hvörju bandi söng,
að borði þrengdi aldan löng,
þeir fóru so allt um Fenedí land,
felldu þjóð með eldi og brand.
 
39 Lumbardí þeir eyddu allt,
yfrið margur saklaus galt,
þeir æddu so með eymdar vé,
áttu að Párís mílur sje.
 
40 Soldán býður heldur hart,
herklæða skuli sig fólkið snart,
deyða þjóð um tún og torg,
til þess næðu Párísborg.

41 Heiðnir tóku hlíf og sverð,
höfðu urn Frakkland kalda ferð,
með öngri miskunn eyddu þar
allt hvað fyrir af kristnum var.
 
42 Ungu börnin öll fá deytt,
einninn líka konurnar meitt,
er hjá heiðnum enginn friðr,
allar brutu kirkjur niðr.
 
43 Sem nú kristnir sáu slíkt,
so gekk að þeim neyðin ríkt,
hætt var þeirra harma kíf,
af heiðnum urðu að missa líf.
 
44 Párís til flýr margur mann,
milding sögðu atburð þann,
að heiðinn ótal múgur manns
mundi koma í ríki hans.
 
45 Með þrjátigi herra á Frakka frón
farinn er kóngur úr Babýlón,
er sú með honum innri sorg
að umsitja Párísborg.
 
46 Dagobertó kóng með kurt
kynntu allt, sem höfðu spurt,
þennan undrar öðling sið,
ei var búinn styrjöld við.
 
47 Það sem heyrði herrann blíðr,
harmur kom í brjóstið stríðr,
stillir bað með sterkri trú
staðinn guð að vernda nú.

48 Öðling kallar á sinn fund
allt sitt ráð í samri stund,
hræðslu bað sér hrinda frá
og herklæða sig best sem má.
 
49 „Vér skulum senda bréf og boð,
biðja oss um hjálp og stoð,
kristindómsins álfur í
og ekki fresta lengi því.
 
50 Verja skulum með vaskri hand
vort hið kristna Frakkaland.“
Buðlung leist það besta ráð,
þeir bjuggust við af allri dáð.
 
51 Brátt voru skrifuð bréfin og send
um byggðir allar þar í grennd.
Sem þau hafði lesið lýðr,
lið sitt hvör mann kóngi býðr.
 
52 Sikling þeir þann sendu tón:
Soldán kóngur úr Babýlón
skuli ei lífs um land hans gá,
ef lukkan vilji styðja þá.
 
53 Buðlung varð þeim boðskap glaðr,
bjóst til rómu sérhvör maðr,
skjótt komu þeir með skyggðan brand
til skjöldungs menn í Frakkaland.
 
54 Með dýra sæmd og dyggða hót
Dagobert þeim reið á mót,
öllum bauð hann æru og trú,
en þeir þakka kóngi nú.

55 Með herrunum milding reið
múrs í gegnum portin greið,
á torgi fögru tiginn hring
af tjöldum setti borg um kring.
 
56 Hertugi staðnum nokkur nær,
úr Normandía, tjöldum slær,
þrjátíu hafði þúsund lið,
þeir voru búnir róms í klið.
 
57 Englands kóngur einninn lá
einum parti staðarins hjá,
flokkur hans er firna hraðr,
fimur í stríði sérhvör maðr.
 
58 Dögling Írlands djarfur lá
Díónisíi porti hjá,
fimmtán þúsund flokkurinn hans,
fúsir mjög í vigra dans.
 
59 Hilmir Skotlands hafði í mið
herbúðirnar portin við,
hundruð fjórtán hlífum klætt
hans var fólkið rómu skætt.
 
60 Seinast allra sæmda fríðr
sjá þeir hvar einn flokkur ríðr,
herlið búið í eggja óm,
Octovíanus keisari af Róm.
 
61 Harmi spenntur um hyggju múr,
herrann mundi enn til frúr,
ætlaði hann mundi aldrei sjá
auðar nift né börnin smá.
 
62 Þrjátíu hafði þúsund fríðr,
þetta allt var Róma lýðr,
búnir meður pansara plögg
prýðilega í vopna dögg.
 
63 Geirmoni upp í grenndum þó
göfugur herrann tjöldum sló,
þar sem Clemus karlinn býr
og keisara son er inni dýr.
 
64 Sem kóngurinn þessa fregn nam fá,
frómi herra í Geirmon lá,
honum á móti hilmir ríðr,
heim í borgina til sín býðr.
 
65 Það ei keisarinn þiggja réð,
þakkar kóngi æru með,
segist nú hjá sinni drótt
sjálfur vilja dvelja í nótt.
 
66 „Hvör á“, segir hann, „hermið mér,
húsið það, sem stendur hér,
merkilegt með múra há?
Mjög vel líst mér þetta á.“
 
67 Þá nam ansa þengill hreinn:
„Þessi er minn borgari einn,
Clemus heitir, hermi eg þér,
handafls nokkurn ríkdóm ber.
 
68 Einninn meður orma strönd
i önnur sigldi kristin lönd,
hingað sveinbarn hafði eitt,
hér finnst ekki vænna neitt.“
 
69 Keisarinn getur ei gjört að sér,
því grátur í hans kverkum er.
Þá spyr kóngur því hann so grætr,
þetta hinn í ljósi lætr.
 
70 Sagði kóngi söguna móðr
sorgarþrunginn keisarinn góðr,
hvörsu öðlings ekta frú
af hans móður svikin var nú.
 
71 Þar með greindi þénara frá,
þeim í sæng hjá drottning lá,
og að slíkt af hatri og heift
hefði hans móðir af honum keypt.
 
72 „Þetta hefur hún sjálf mér sýnt,
síðan þjóns var lífi týnt,
með börnum rak eg burtu frú,
ber eg af þessu sorgir nú.“
 
73 Sem kóngurinn heyrði hörmung á,
honum mjög í brúnir brá,
um það átaldi þengil leynt,
þénara hefði ei sannleik reynt.
 
74 „Þar fyrir slíkt er þanninn skeð,
þolinmæði líð þú með,
bæði ef lifa börn og frú,
biðjið guð að vernda nú.
 
75 En séu þau héðan farin í frið,
frómi herra, drottin bið
með útvöldum fyrir utan kíf
eilíft hreppi dýrðar líf.

76 Fyrir yðar móður flárátt geð,
frúnni væri það réttast skeð,
létir þú hana brenna á bál,
þau ber henni laun fyrir soddan tál.
 
77 Hrittu, keisari, hjartans sorg,
heim við ríðum báðir í borg,
grátur snýst oft gleðina í,
guð hefur sjálfur vald á því.“
 
78 Orðlof þiggur öðling fríðr,
aftur í staðinn kóngurinn ríðr,
þolinmóður á þeirri nótt
þá bar keisarinn angrið hljótt.
 
79 Þá dagur lýsti bjartur um bý,
brynjur fóru riddarar í,
bjuggust so í brodda klið
og báðu guð sér veita lið.
 
80 Hafði Soldáns herlið strítt
herjað upp á landið vítt,
kristið fólkið marið og meitt,
meyjar og ungu börnin deytt.
 
81 Sjóla herinn svartur í lund
setti tjöld á grænni grund
mílur sjö í burt frá borg,
búin öll með linna torg.
 
82 Í öðrum flokki eftir leið
alskínandi Soldán reið,
kvennaskari og kónga þjóð
kom þar fram sem tjaldið stóð.

83 Maður var Soldán magnlega stór,
mjög útskotinn ennis kór,
tók hans ofan, sérlega sítt,
á söðulbogann skeggið hvítt.
 
84 Hesti reið Soldán hvítum á,
hans ei líka nokkurn sá,
fljótur eins og fuglinn var,
fleins í hreggi klókur og snar.
 
85 Horn stóð fram úr haus á jór,
hvasst var það sem broddur mjór,
greypt var þar á gullið fellt
og gimsteinum í víða smellt.
 
86 Marsibilla döglings dýr
dóttir reið þar fögur og skír,
hennar blómi, hestur og gerð,
voru hundrað og tuttugu gullpunds verð.
 
87 Hests var framan í höfði sól
hangandi með linna ból,
smaragð, rúbín, smelltur steinn
í smíði því og demant einn.
 
88 Mætur skari meyjanna nú
með henni riðu, hundruð þrjú,
flokkurinn þessi var fagur að sjá,
fullvel lítast sveinum má.
 
89 Soldán sínum Makomet
í mætum vagni aka lét,
fyrir honum hvörn dag féll hann niðr,
forgylltan um miskunn biðr.
 
90 Mannslíking að Makon bar,
meistaraverk á goðinu var,
yfrið hár og guðvef glæstr,
gulllegum í vagni læstr.
 
91 Soldáns tjald var firna frítt,
fágað allt með pellið nýtt,
laugað so í linna mó,
loganum af því víða sló.
 
92 Tvísett voru tjöld í kring,
tuttugu saman í einum hring,
héldu þau með heiðinni trú
þeir helstir voru af kóngum nú.
 
93 Í sitt tjaldið Makomet
milding síðan flytja lét,
móti dyrunum hátt hann hékk,
hvör sem inn til kóngsins gekk.
 
94 Múgurinn þegar Makon sá,
margan dásinn steyptu þá,
lutu honum og lægðu að jörð,
ljót var til hans bænin gjörð.
 
95 Hundrað sendi hölda gerð
hilmir Soldán njósnar ferð,
vita hvort þar varðhöld trú
væri sett um borgina nú.
 
96 Heim að Párís höldar gá,
hinir sem kristnir þetta sjá,
út um portin margur mann
móti þeim með stöngum rann
 
97 Börðu suma bana til þar,
býsna margur særður var,
skelkaðir urðu skatnar þá,
skunda í tjald þar Soldán lá.
 
98 Sögðu honum söguna greitt,
að sig hefðu kristnir drepið og meitt:
„Öll port læst, en óvígur her,
aldrei Páris vinnst af þér.“
 
99 Sem hann heyrði söguna þá,
Soldán við það illa brá,
hilmir reiður hóf so tal:
„Hef eg nú fengið skemmdar pal.“
 
100 Risinn heyrði rekka orð,
reiðin svall um hyggju storð:
„Fæ eg aldrei frið um torg,
fyrr en næðist Párís borg.
 
101 Soldán vil eg sverja eið,
sjálfur þessu koma á leið,
ef þú vilt að mey sé mín
Marsibilla dóttir þín.“
 
102 Risanum lofaði ræsir nú,
að rjóða skyldi hann eignast frú,
ef fylkir kristna felldi á láð
og fengi líka Párís náð.
 
103 Meyjan kom þá milding að,
Marsibilla föður sinn bað
að láta upp sín landtjöld slá,
sem langt væri ekki Párís frá.

104 „Ef að risinn eignast mig
og undir leggur Párís sig
þá er hann herra um þetta torg,
því er mér girnd að líta borg.“
 
105 Sjóli ansar sætu greitt:
„Sú mun verða bón þér veitt,
meyja skari og margt af þjóð
má þér fylgja, dóttir góð.“
 
106 Ræsir talar við risann nú:
„Ráð mitt er þú sért með frú
og fyrir liðinu öllu að sjá.“
En hann sagði þar við já.
 
107 Reið nær Párís rokna stríðr
risakóngurinn, frúr og lýðr,
fyrir sér hitti fagra torg,
frá eg það héti Matrisborg.
 
108 Meginherinn mestur þá
með honum Soldán eftir lá,
Dampmarten sú grund hét góð,
grams þar fagra tjaldið stóð.
 
109 Risinn kom nú meyju með
í Matrisborg sem fyrr var téð,
tjaldi frúnum traust upp slær,
tilfansað með pellin skær.
 
110 Bustinni á var gulli greyptr
gildur Makon allur steyptr,
hans var stöng í höndum há,
sem hygðist vilja Frakkland slá.
 
111 Heim í Párís höldar sjá
hópinn kominn skammt sér frá,
til bardaga ekki brigða seinn
bjóst til rómu hvör og einn.
 
112 Hugðu þeir, sem veifa vigr,
vinna borg með hraustan sigr.
Skal nú sjöunda Fjölnirs far
fyrst að sinni standa þar.