Þögul nóttin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þögul nóttin

Fyrsta ljóðlína:Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast
Höfundur:Páll Ólafsson
bls.279
Bragarháttur:Braghent – baksneitt eða braghenda baksneidd
Viðm.ártal:≈ 1875
Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast.
Þá er á svo margt að minnast,
mest er sælan þá að finnast.

Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur
og ýmist þungur, ýmist léttur
ástarkoss á varir réttur.

Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjonum
vil ég heldur vafinn þínum
vera en hjá guði mínum.

Guð að sök mér gefur ei sem góðum manni
unun þó ég fremsta finni
í faðminum á dóttir sinni.