Milska | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Milska

Fyrsta ljóðlína:Faðir vor Kristur og friður enn hæsti
bls.38–58
Bragarháttur:Hrynhent
Viðm.ártal:≈ 1525
Tímasetning:Fyrri hluti 16. Aldar
Flokkur:Helgikvæði
1.
Faðir vor Kristur, friður enn hæsti,
fyrir smíðandi allar tíðir,
sonur fæðandist sæll af móður,
samvinnandi helgum anda,
almáttegur Guð, Jesús, drottinn,
jafn og sannur í hverju nafni.
Því reiknandi af þessum táknum
þrennur og einn sem guðspjöll kenna.
2.
Yfirvoldugur allrar mildi,
Jesús Christus er skiptir listum,
mæla gef þú mér *og skilja
menntaval það kvæðum hentar,
skýrðu mér í skilnings orði,
skínandi Guð, miskunn þína,
formuð gjörð svo að fagurlig hermist
fram bjóðandi þinni móður.
3.
Að veitandi englum sætum,
yfir standandi spádóms anda,
höfuðfeðranna himnesk prýði,
hreinast lof svo mætta eg greina,
postola stétt og píslarvottar,
prýðin sjálf er himna skrýðir,
játarar Guðs sem meyjar mætar
munka þjóð og allir góðir.
4.
Heyr veitandi lítilætis
lifandi blóm og fullt af sóma,
Andreas, mig svo að aldri vendi
umsjá þín á ráði mínu,
kenndu nú svo að eilíft yndi
upp hverfandi tungu þessa,
listug orðin lukt í brjósti
líði út af vörum síðan.
5.
Fagnaðar, heyr þú, full af tignum,
frúin geislandi, heilags anda,
mektarfull, á mína diktan,
Máría sæt er allt gott bætir;
ætti þér fyrir elsku rétta,
inniliga sem hjartað kynni,
æ syngjandi allar tungur
óþrotnanda lof með drottni.
6.
Höfuðmeistarinn, herra Christi,
heiminn skóp sem jörð og geima
skínandi með orði einu;
allt var sett er hann mælti þetta.
Engill tók sá að út lét springa
öfundarpín úr brjósti sínu,
fallinn í hina fyrstu villu,
fjandi varð af björtum anda.
7.
Sökk hann þá með sínum flokki
svo krjúpandi að neðsta djúpi,
*fengu þeir með eymd og angri
eld og pín fyrir lifanda veldi.
Þar er margkyndug móðir fjanda,
meistari þess er glæpinn reisti,
sinn aldavin svíkur og brennir,
sár og móð, í logandi glóðum.
8.
Faðir himnanna, fegurð og prýði,
fylldi allt það er verða skyldi,
lönd og sjó með lofti og vindum,
*leiði, stjörnur, dali og heiðar,
vörðinn dýr sem ávöxt jarðar,
eld og grund sem dæg og stundir,
hvað greinandi hér frá öðru,
hann smíðaði manninn síðast.
9.
Græðari með gæsku ráði
gjörði hann hold af vatni og moldu,
föður vorn Adam, af fjórum stjörnum
hann fékk sitt nafn og hélt því jafnan,
sofandi manns af síðu Evam
sammyndandi honum til yndis;
drottinn þeim er virðing veitti
vegur kallast það um heiminn allan.
10.
Allsvaldandi eina skyldu
alld bauð þeim kóngur að halda
að bíta eigi blómið sæta
*báði þau mega lifa í náðum.
Fjandinn svartur fegurð og yndi
fletti þau með sínum prettum,
gefandi ráð að brutu þau bæði
boðorðið rétt er Guð vor setti.
11.
Laust vinnandi faðirinn fyrsti,
flæmdur út af lifandi sæmdum,
drottinn rak þau bæði í *brottu
bersyndug frá þessu yndi,
hafandi svo með hryggu lífi
heim spen[n]andi byggðan þen[n]an,
greindist fólk en gjörðust syndir,
gripu þá fjandur dauðar andir.
12.
Fylldist heims á fimmta aldri
fremdarbrögð er spámenn sögðu,
sætur Guð nam sjálfur að líta
sára nauð og píslir várar.
Jórsala land var allar stundir
elskað mest af dýrðum flestum,
birtist þar fyrir bragna hjörtum
burður Guðs er táknin urðu.
13.
Upprennandi ein meðal kvenna
í þvílíku sæmdarríki
meyjan sæt er Máría heitir
mjúk og fróð í dæmum góðum.
Áður var hún fyrir allar tíðir
æ samsmíðuð Kristi blíðum
*hitt og reist í hjarta drottins
hús frygðanda lífsins *dyggða.
14.
Máttuliga var meybarn þetta,
mjög skiljandi drottins vilja,
sælli miklu en *aðrar allar
uppvaxandi frúr í landi.
Höfuðenglanna ljósu lífi
líkti hún sig því að drottinn ríkti
inniliga í hjarta hennar
hún persónar Guð með þessu.
15.
Síðan var með sæmdarráði
sæt Máría, fjórtán ára,
frúin innilig, föstnuð manni,
fögur vildi svo drottins mildi,
aflátandi jungfrú sætust
öngva tíð með fegurð og blíðu
heilög orð að hugsa og mæla,
hjartað skein með geisla bjartan.
16.
Yfirpersónan allra greina,
eigi þver[r]andi faðir né herra,
samvinnandi sonur og andi,
svo kennandi skilning þrennan,
sendi einn í engils anda
engil þann er guðdóm sannar,
hann fljúgandi í heiminn þenna,
hreinn og skær, til meyjar einnar.
17.
Skínandi var brúður á bænum
bænar máls í húsi vænu,
væna mey fann engill eina
einum drottni maklig hreinum,
hreinum tók í máli mjúku
mjúkum vörum upp að ljúka,
ljúkandi með réttu ríki
ríka jungfrú kveðju slíkri.
18.
Heilsandi með heiður og yndi
hreina frú með versi einu,
hefur þá fram eð æðsta áve
engill gladdur er Máríu kvaddi:
Full *miskunnar fegurðin allra,
friðar sannindi Guðs og manna,
máttugur er nú dýrðar drottinn,
drottning mín, fyrir brjósti þínu.
19.
Fæða skaltu, mektug móðir,
mey voldugust, af þínu holdi
Jesúm þann sem einn mun leysa
allan heim og drottinn kallast.
Bjart hreinlífið, blessuð vertu,
bland miskunnar heilags anda,
innilig meðal allra kvenna,
ávöxt þinn hefur Guðsson frjóvað.
20.
Meginblíðunnar máli trúði
Máría hæst og undrast næsta
svo fáheyrðar drottins dýrðir
dýrðarliga sem kveðjan skýrði.
Hún fretti þá hve meyjan mætti
mjúkræðandi bnið fæða
með ósköddum öllum heiðri,
jungfrúrdóm og lífsins blóma.
21.
Sannur engillinn svaraði henni:
Sæti ertu Krists ens mæta,
andi Guðs mun yfir þig sendast
um skyggjandi <þína> hyggju,
blítt elskandi boðorðið drottins,
bæði skaltu, Máría, fæða
mann og Guð sem engin önnur
yfir skrýðandi meydóms prýði.
22.
Upp *rísandi líf með ljósi,
ljóst og skært, fyrir Máríu brjósti,
brjóst helganda kærum Kristi
Kristur unni með guðdóms listum,
list *vinandi einum unni
unnasta guðs lifandi brunna,
brunnur *lífs í hjarta hennar
henni skipaði fögnuð þenna.
23.
Heimurinn allur af fögnuð fyllist,
fagnaður varð meðal himins og jðar,
heims nátúran mikil í mætti
*máttinn *lét sem verða átti
því að guðdómurinn hér í heimi
heims prýðinnar líkama skrýðist,
þar sýnandi þrennur í einu
þrennan kraft fyrir brjósti hennar.
24.
Höfuðdrottningin hvorki mátti
hugsa, fríð, né mæla síðan,
*Máría, neitt það í móti væri
mínum Guði í hjarta sínu.
Fagrir þóttu af frúinnar augum
fram *tinandi geislar skína
meðan ástúðlig bar fyrir brjósti
brúður himnanna guðsson prúðan.
25.
Aldri fann og enginn kunni,
jungfrú mín, um dýrðir þínar
nú skiljandi neitt eða mæla
*næri því sem makligt væri.
Þú ert, Máría, himnum *hæri
hæst sitjanda föður hið næsta,
Guðs elskulig mær og móðir,
miskunn þín má aldri dvína.
26.
Frúinnar ráð með fegurð og prýði
fram líðandi tíma blíðan,
níu mánuði næri að greina
nýr fagnaður á jörðu magnast.
Jósep kom með jungfrú vísa
eina stund þá fylgja mundi
mörgum lýð til Bedleem borgar,
borg jarðríkis tapaði sorgum.
27.
Jósep tók í hirðslu húsi
hvíldarstað með brúði milda,
ljós miskunnin lifanda Jesú
lýsti þá yfir jungfrú dýrsta
því að prýðinnar mjúklát móðir
miðja nótt að forsjá drottins,
sóttalaust með sætum hætti,
svein fæðandi meyjan hreinust.
28.
Svo er líðandi sveinn af meyju
syndalaust sem hugsan myndi
bráðast út af brjósti leiðast
blíðu ör *að luktum vörum
eða gler smíðað gegnum stæði
geisli bjartur að einskis hjarta,
greina kann það er Guð má vinna,
Guðsson skær er öllum hæri.
29.
Víf elskuligt vafði reifum
vafðan svein er fæddan hafði
með óbrugðnum meydóms heiðri
meyjan kær af holdi skæru.
Hugur greinandi hver má segja
hennar gleði er leit hún þenna
mann og Guð hjá móður sinni,
mey faðmandi helgan anda.
30.
Ætti þig með elsku réttri
allur heimurinn fyrst að kalla,
hreinust frú, til hverra bæna
himeríkis af dýrðum slíkum.
Þú ert, Máría, himnum hæri
hæst sitjanda föður hið næsta,
Guðs elskulig mær og móðir,
miskunn þín má aldri dvína.
31.
*Ílíf tákn með yndi og sælu
urðu þegar í drottins burði:
Hunang fljótandi, himnar sætir,
helltust fram yfir jarðar belti.
Guðs englanna flokkar fríðir
fóru þar sem hirðar vóru
syngjandi með listum lengi,
lof kennandi drottni þrennum.
32.
Síðan eftir sætu jóði
sveit hirðanna fór að leita.
Fríðan svein, er fæddi móðir,
fundu þeir og reifum bundinn.
Átta dag með ástar hætti
endi Guð, sá er lögmál kennd,
fornan setning skurðar skírnar
skyldugliga því að miskunn fylldist.
33.
Kenndust austur á Kaldealandi
kóngar þeir er höfðu meiri
fræði numið en flestir aðrir
færir menn með spekt og æru.
Þeir lítandi skína skæra
skærri stjörnu, jörðu nærri,
hennar ljós en himintungl önnur,
*hefur þann vott að fæddur er drottinn.
34.
Þrír höfðingjar þessir fóru
þrettánda dag til Bedleem *nándar.
Finna þeir í feskum ranni
fríðan svein og jungfrú blíða,
Guði unandi gjafirnar þrenar,
gullið rautt með ástúð fulla,
reykelsi sem mirru mjúka,
mátt himneskan ofrið *váttar.
35.
Yndi Guðs, um allar stundir
augu vor í tára laugu
ætti þér með fögnuð færa,
frúin kærasta, lofsöng skæran.
Þú ert, Máría, himnum hæri
hæst sitjanda föður hið næsta,
guðs elskulig mær og móðir,
miskunn þín má aldri dvína.
36.
Flutti eftir *fertög nátta
fljóð og svein í kirkju góða,
Símeon tók með höndum hreinum
háleitt jóð af skærri móður,
hann segjandi að henni myndi
hugkvæm pín að barni sínu
meiri þykja en meyjan væri
megnu sverði lögð í gegnum.
37.
Þá fylgjandi full með yndi
frú Máría drottni várum
Egiptalands allra krafta
ísitjandi tók að vitja
yfir skínandi Jesú hreinum
unni rétt sem hjartað kunni,
æ haldandi meyjan mildust
móðurliga í faðmi góðum.
38.
Þrettánda dag allar ættir
Jón baptista drottni þjónar
í Jórdanar vatni vænu
virðuligan með kröftum skírði.
Andi Guðs til sonarins sendist,
sendur út af föðurins hendi,
þrennan skilning sýndi sannan
sönn einingin hér fyrir mönnum.
39.
Síðan valdi drottinn dáða
dáðhreinasta lærisveina.
Tólf postolar sýndu sjálfir
sjálfan Guð yfir veraldar álfur.
Urðu þær er Jesús gjörði
jarteignir fyrir mönnum bjartar.
Eyddi hann mein en gumna græddi,
græðari vor, og lífgar bæði.
40.
Kurteis, láttu kvæðis hjarta,
Krists unnasta, af þessum munni
leiðast fram og listum smíðað
lof greinanda drottni hreinum.
Yfirguðmagnið öllum tignum
einn ráðandi fegri og hreinni,
mildur og skær um allar aldir,
allsvaldandi drottinn haldinn.
41.
Formeistarinn fornra lasta,
fjandinn svartur er kvaldi andir,
jafnan duldur en aldri skildi
Jesús burð og kallar furðu,
þá möglandi með sér stundum
mikil tíðindi um sveininn fríða,
drottinn er hann í mörgum mætti
en maður vaxandi rétt sem aðrir.
42.
Það undrunst eg enn, kvað fjandinn,
einna mest að sú skal hreinni,
móðir glödd er manninn fæddi,
meyjan sönn en nokkur önnur.
Aldri sá eg með hennar holdi
holdligt mein til synda greina,
heims náttúran hrapar í ótta,
hræðunst eg þau mæðgin bæði.
43.
Þá helland með villu
þrælsligt eitur í gyðinga sveitir
flýtti þjóð að fanga drottinn
flærðar lystur er Júdas kyssti
áður *lét hann postola prúða
prúðan Krist og *snerist til júða.
Sætan guð við silfri hvítu
seldi hann á skírdagskveldi.
44.
Grípandi þá gyðingar *hljópu
Guðsson, sð og hans blessuð móðir,
svo bjóðandi sig til dauða,
sveina fann <í garði> einum.
Settu þeir á sjálfan drottinn
sínar hendur og tóku að pína
þegar spottuðu, rægðu og reyttu,
ráku í bönd og struku með vöndum.
45.
inunst vær hvað oss hefur unnið
Jesús ríkur í pínu slíkri,
meiðing tók og ðir
Máríu barn fyrir heilsu *vára.
Yfirguðmagnið öllum tignum
einn ráðandi fegri og hreinni,
mildur og skær um allar aldir,
allsvaldandi drottinn haldinn.
46.
u upp á son þin, drottinn,
sæt Máría, dreginn um stræti,
um hendur og fæ að hann var bundinn,
hraktur og barður á líkam naktan,
þyrni spenntu að *þínu *barni,
þeir hæðandi færðu úr *klæðum,
hýddu fast svo holdið blæddi
hjálpara minn í pínu sinni.
47.
Þessir festu þegar á krossinn
þinn einkason píndan lengi,
móðir sæt, *en frá honum flýði
fylgdin prúð af grimmleik júða.
Börðu þeir og broddum keyrðu
í báðar ristur á lifanda Kristi,
dreyrann gáfu úr sætum sárum
sárar hendur að naglar skáru.
48.
Uir stóð þá er Jesús píndist
Jón postoli valdur af kostum
á lítand allar þrautir,
angri spenntur á frjádag langa.
Þá er grátandi móðir m<æ>ta,
mey skínandi, leit hann sína,
flóði sundur, af miskunn myndað,
Máríu brjóst af harmi sárum.
49.
Lifandi Guð, sem leit hann bæði
lærisvein og móður kæra,
mey felandi honum á hendi
háleitliga með þessu mál:
Kvinna, lít hér son þinn sannan,
son lystugan gefinn af Kristi;
þá segjandi sætum frænda:
sínum: Tak hér móður þína.
50.
Hold miskunnar, hverf þú aldri,
herra minn, frá skepnu þinni
fyrir mjúklæti meyjar ríkrar,
Máríu grát og píning sára.
Yfirguðmagnið öllum tignum
einn ráðandi fegri og hreinni,
mildur og skær um allar aldir,
allsvaldandi drottinn haldinn.
51.
Yfirdrottningin aldri mætti
angur þitt úr brjósti ganga,
viðurkennandi oss kristnum mönnum
kæra dyggð ef hugsað væri.
Þá er grátandi son þinn sætan
sáttu þann er allt gott mátti,
brjóstið skalf er broddar nistu
blóðug sárin, drottins móðir.
52.
Gleði veitandi meyju mætri
mætur Guð fyrir helgan sæta,
sætt hreinlífið *dýrðar drottins
drottinn ól og kenndi ei sótta.
Sótt harmandi jungfrú átti
áttan son þann líta mátti,
máttur himnanna ríkis rétti
réttar hendur á krossins stéttir.
53.
Þ sárari myndi og meiri
meyjar nauð í sonarins dauða
sem prýðanda ástar jóði
unni hún betur en nokkur kunni.
Inniligt fyrir augum hennar
Jesús blóð um krossinn flóði.
Bæði þoldi barn og móðir
banvæn sár fyrir heilsu vára.
54.
Dýrstur kvað sig drottinn þyrsta,
drykkur var ei af góðri þykkju
skenktur honum sem Skriftin *punktar,
ýst má það gall og sýra.
Samskínandi guðdóms greinum
gaf fyrir oss á negldum krossi
sína önd að sjálfu nóni
sonur *deyjandi guðs og meyjar.
55.
Fyrir virðandi drottins dýrðir,
dýrust, gef þú mér að skýra,
móð Krists og meyjan bæði,
merk sæt af þínum verkum.
Göfug Máría, gimsteinn vífa,
guðliga skín í prýði þinni
nálæg dýrð í nógri sælu,
næst almáttkum drottni hæstum.
56.
Græðara vors í dýrstum dauða
dökktist sól en grét og snökti
skepnan sjálf en jörðin opnast
upp víkjandi dauðum líkum.
*Hrærðist allt meðal himins og jarðar,
heimurinn nær sem tapaður væri,
yfirguðdómurinn heima
útsendandi helgan anda.
57.
Hræðiliga sem einn af júðum,
enn pínandi líkam þenna,
dauðum lagði hann drottni á síðu,
dáðbrjótandi, hvössu *spjóti.
Bæði flaut úr sári sætu
sætast blóð og vatnið mæta,
svo kennandi mörgum mönnum
mann og Guð er píndur var þanninn.
58.
Niður stígandi oss til yndis
Jesús mildur er pínast vildi.
Allt helvítis bölvað belti
braut hann niður með guðdóms skrauti.
Fjandinn var þá flettur og bundinn
fengi því er hélt hann lengi.
Réttar leiddi Adams ættir
allar Guð til sinnar hallar.
59.
Máttugur reis af dauða drottinn,
drottinligur, í páska óttu,
samtengjandi sætu yndi
sína önd með líkamsböndum.
Á lítandi móður *mætri
með hreinustum lærisveinum
Kristur sté yfir himininn hæsta,
hæst sitjanda föður hið næsta.
60.
Mjúk og hrein fyrir miskunn þína
meðkennandi leystu þennan,
ástar meyjan Jesú Christi,
auman þræl af fjandans vælum.
Göfug Máría, gimsteinn vífa,
guðliga skín í prýði þinni
nálæg dýrð í nógri sælu,
næst almáttkum drottni hæstum.
61.
Yfirvoldugri jungfrú mildri
Jón postoli tók að þjóna
meðan *brúðanna blómguð prýði
blessuð lifði í heimi þessum.
Áður einkason guðs, hinn góði,
góður leiddi sína móður,
fagur myndandi ástar anda
andaliga til sjálfs síns handa.
62.
Fjórir tigir og fimmtán ára
frúin haldandi telst að aldri,
æðra líf en áður og síðan
engi gat né hafði fengið.
Postolar Guðs með lifandi listum
lík jörðuðu meyjar ríkrar.
Öll fylkingin himna hallar
henni tók á móti að renna.
63.
Svo prýðandi sína móður
sveinn eingetinn meyjar hreinnar
hóf hann *upp yfir himin enn efra
hold óflekkað, skapað af moldu.
Skín hún nú með sigri sönnum
syndalaus með fegurð og yndi,
lofuð Máría, hverjum hæri,
hreinust frú, nema Kristi einum.
64.
Þessi hjálpar þjóðum vissum,
þessi lofast í hverri messu,
þessi sljóvar þrautir hvassar,
þessi skipar með drottni sessum,
þessa prýða þrefaldar hnossir
þessa kvaddi engill versi,
þessi grét hjá þrengdum *krossi,
þessi kallast Máría blessuð.
65.
Himeríkis hæsti blómi,
*hjálp mér *við að eg mætta iðrast,
móðir Krists, þá er mín *í dauða
mæðist önd og píslir hræðist.
Göfug Máría, gimsteinn vífa,
guðliga skín í prýði þinni
nálæg dýrð í nógri sælu,
næst almáttkum drottni hæstum.
66.
Koma mun enn og *dróttir dæma
drottinn minn í öðru sinni,
sjálft guðmagnið sjáum vær tignað
saman kallandi þjóðir allar.
Lýðir bera þá lifendr og dauðir
líkam fram og anda slíkan
sem frómir höfðu hér í heimi
hróðugir menn sem illir og góðir.
67.
Borið mun fram með blóðgum sárum
blóðugt merki, krossinn góði,
*hryggligt spjót og hvassir naglar,
hér merkjandi pínu sterka.
Gjalda munu vær skyn fyrir skyldu,
skjótt heimtandi krefur oss drottinn
dauða síns og píslar prýði,
peninga kall sem veislur allar.
68.
Ekki skal þá auðurinn nokkuð,
orðasnilld og *menntir gildar,
leikara brögð og lögmáls krókar
*leggjast niðr en skjálfa seggir.
Þar birtandi hvers manns hjarta,
hugsan finnst í rótum innstum,
orðin mælt og greindar gjörðir,
gott og illt fyrir augliti drottins.
69.
Drottinn Guð með dómi *réttum
dreifir þjóð og alla góða
laðar hann upp með lifanda heiðri,
líka sér, til himnaríkis.
Annan veg skal illum mönnum
einkar fast í burtu kasta,
sendir niður í sjálfan fjandann
svo pínandi að aldri dvínar.
70.
Dyggðarlausir djöflar bregða
drótt pínandi glæpum sínum,
eitra þeir og innan slíta
annligt hold í píslir goldið.
Hungrar, frýs og sprakra og springa
sprengdar sálir niðr í bálið.
Sárt er þeim að svið hjarta,
syndagjald það slokknar aldri.
71.
Hér í mót fá heiður og æru
heiðursmenn er drottinn leiðir
heim til sín með skærri skemmtan,
skína þeir í kröftum sínum.
Maðurinn hver skal unna öðrum,
aldri líðr úr þeirra valdi
heilög ást með sannri sælu,
sætlig vist hjá lifanda Kristi.
72.
Hræðast má *eg hinn dapra dauða,
dróttinn minn, fyrir píslar ótta,
brýt eg þér svo margt í móti,
Máríu barn, í glæpum sárum.
Öfundin sár er angrar lífið,
eitrar það með pínu heitri,
*dauð ágirni, dramb og reiði
dáliga tekur að spilla sálu.
73.
Hugrenningar hjartað sigrar
hræðiliga með vondum ræðum,
ljótust orð með lygi *og þrætum,
lundin röng er hlífir öngu.
Holdið gengur úr syndum sjaldan,
sig flekkandi en bætir ekki.
Öndin skelfur af glæpa grandi.
Guð *minn ríkur, lina þú slíku.
74.
Hvað er það eitt, enn hreini drottinn,
huggan leystur, er eg má treysta
nema miskunnin móður þinnar
með skínanda vilja þínum?
Það er mitt ráð að þig skal eg biðja,
þrennur og einn, fyrir meydóm hennar,
lifandi Guð, þú lát mig iðrast,
líknar mætur, og syndir bæta.
75.
Máría drottning, Kristi kærust,
kenndu mér, þá lífið endist,
fyrir andlátið, frú mín sæta,
fallinn niður, á *drottinn kalla
svo að iðrandi allar syndir
játa eg þá með hryggðar gráti,
brúðurin Guðs, og bergi eg síðan
blessað hold er tést í messu.
76.
Hræðist önd er dregur að dauða
dökkva fjandur er til munu stökkva,
upp vaktandi sárra sekta,
súta spreng en vendin engi.
Sé þú til, en sæta móðir,
sálin mín að forðist bálið,
endiligt það kvalirnar kynda,
kyndiligt fyrir gjörvar syndir.
77.
Hverju mun eg í syndum sárum
svara í gegn þá er drottinn fregnar
sínu eftir sætu láni
sjálfan mig en himnar skjálfa.
Þagnar, grætur en óttast ógnir
öndin sár í lastaböndum.
Meyin innilig hjálptu henni
hennar líkn svo að eigi brenni.
78.
Jungfrú Máría, englum hæri,
allur heimurinn til þín kallar.
Lýðum veittu, mildust móðir,
móðurást við son þinn góðan.
Þá er þú biður fyrir öllum öðrum,
ást veitandi skírðum sveitum,
vífið, trúi eg fyrir víst, hið ljúfa,
vili mig ekki frá sér skilja.
79.
Sæt Máría sjálf má heita
sönn leiðrétta kristnum mönnum.
Nærri stattu nauðsyn vorri,
nauðin kemur í sárum dauða.
Fjandinn mun þá ýgja öndu
æpandi fyrir sína glæpi,
læring Guðs, nema lífs orð heyrist,
*líknin *mín, af vörum þínum.
80.
Þú ert sú ein er aldri týnist,
eilíf vernd og móðir heilög,
kær unnasta Krists og manna,
kraftavegur er drottinn skapti.
Þú ert leiðandi líf frá dauða
líknarband ens helga anda,
musteri Guðs og *maklig ástar,
meyjan hrein fyrir allar greinir.
81.
Þú ert innilig móðir manna
mann og Guð er fæddir sannan.
Sjálf þrenningin sat fyrir innan
samskínandi brjósti þínu.
Þú ert grundvölluð Guði til handa,
guðdóms höllin skærri öllum,
skært innsigli réttrar reglu,
réttur elskhugi meydóms stéttar.
82.
Þú ert elskandi meydóms *milsku,
milskast vín fyrir dyggðir þínar,
þínu skrýddist *holdi hreinu
hrein miskunnin lifandi greina.
Greinist út með valdi vænu
væn röksemdin þinna bæna.
Bænir heyrðu, Máría, mínar
mína sál og leys úr pínu.
83.
Dyggð hreinlífis Salamon sagði
sína spekt um dýrðir þínar
hver stígandi upp með æru
innilig sem dagsbrún rynni,
valin sem tungl og vænni sólu,
verandi ljós sem gulllig rósa.
*Réttum hjálp en illum ættum
óttanlig sem fylking dróttar.
84.
Máría drottning styður og stýrir,
stýrandi með Kristi dýrum.
Máría drottning hvern mann heyrir,
heyrandi með líknareyrum.
Máría drottning lýðinn lærir
læring guðs með spekt og æru.
Máría drottning skín, hin skæra,
skærust frú með drottni kærum.
85.
Áve Máría æðstu lífi
yfir *haldandi meydóms valdi,
áve Máría, einföld dúfa,
áve tóktu *guðdóm *frjávan.
Áve Máría, jungfrú ljúfust,
ósködd mær þótt sveininn bæri.
Áve Máría, yndi vífa,
æ ríkjandi, drottni líkust.
86.
Fögnuð léstu, frú mín signuð,
fagnað tóktu af drottins magni.
Fagna þú er fæddir tignað
fagnaðar lífið allra bragna.
Fagna þú af föðurins megni,
fagnað ber þú Guðs og *agni.
Fagna þú er fagurligt eignast
fagnaðar lof svo að aldri þagnar.
87.
Hvað hefur eg, hin milda *móðir,
mæla neitt af þeirri sælu
er sætastur son þinn veitir
sjálfri þér yfir allar álfur
þar er englarnir sjálfir syngja
syngjanda lof allra handa,
einkanlega svo að aldri minnkar,
einart þér með drottni hreinum.
88.
Hví þorða eg *himins og jarðar,
hræðilegur, að dikta kvæði,
lofuð Máría, kóngi kærust,
klerklaus maðr, af þínum verkum.
Meyjan ástúðlig, mun eg því treysta
með sætustu lítilæti,
þolandi hjálp, að þú munir vilja
þessa drápu eignast blessuð.
89.
Eg er *biðjandi hina er hlýða,
hlýðandi fyrir Máríu prýði,
vitra menn, að bragsmíð bætið,
bætandi fyrir lítilæti.
Orðin ljós í skilning *skýrðag
skírðri mey til lofs og dýrðar.
Mætust, vil *eg að Milska *heiti,
mærðar smíð, sú drottni *færðag.
90.
Heyrðu nú með elsku orði,
orð drýgjandi í brjósti nýju,
nýja diktan Máríu meyjar,
*meyjar sonurinn vildi deyja.
Deyjandi *til ílífs yndis,
yndi leið þú menn frá syndum,
syndalaust það án er enda,
endann fel eg svo Guði á hendi.


Athugagreinar

Lesbrigði:
2.3 ;ok; 721, 622; ;at; 713.
7.3 feingu 721, 622; ;fiengu; 713.
8.4 ;leide; 721. ;leider; 713; ;leidaR; 622.
10.4 ;badi; svo í 713 en ;bædi; í 721.
11.3 ;burtu; í öllum hdr. JS hefur leiðrétt í ;bruttu;.
13.7 ;hitt; 622; ;hirt; 713; hátt 721.
13.8 ;dygda; 622, 721; ;dyga; 713.
14.3 ;adrar allar; 721; ;allar adrar; 713, 622.
18.5 ;myskunnar; 622; ;myskunnenn; 713; miskunnaren 721.
22.1 ;risandi; 721; ;renande; 713; ;Reisandi; 622.
22.5 ;uinande; 721; ;uinnada; 713; ;vnnandi; 622.
22.7 ;liifs; 721, 622; ;guds; 713.
23.4 ;mattinn; 622; ;matturenn; 713, 721. ;liet; 721, 622; ;likt; 713.
24.3 ;Maria; 721, 622; ;mærin; 713.
24.6 Líklega á frekar að rita ;tinandi; fremur en ;tínandi; þótt hið síðarnefnda myndi alrím eins og höfundur heldur sig nær alltaf við í jöfnu braglínunum.
28.4 ;at´ 721 (sbr. einnig Máríu saga 28.15 og 367.21); ;af; 713, 622.
31.1 ;Ilif; 721 og 713 (ógreinilegt); ;Eilift; 622.
33.8 ;hefur; 721; ;hefer; 622; ;hun hefur; 713.
34.2 *;nándar; er leiðrétt úr ;nander; í handr. 713.
34.3 ;Finna; 721, 622; ;fundu; 713.
34.8 ;váttar; ritað svo vegna rímsins en í 713 skrifað með ó tákni.
36.1. ;fertög; svo í 713.
43.5 ;liet; 622; ;leit; 713.
43.6 ;snerist; 622; ;snyrizt; 713.
46.5 ;þinu barne; 622; ;son þins enne 713.
46.6 ;klædum; 622; ;klædi; 713.
47.3 ;enn; 622; ;ei; 713.
52.3 ;dyrdar; 622; ;moder; 713.
54.3 ;puncktar; 622; ;þeinker; 713.
54.8 ;deyandi; 622; ;deydandi; 713.
56.5 ;hrærdizt; leiðrétt úr ;hræddizt; í 713 vegna ríms.
57.3 ;spiote; < ;siote; 713.
59.5 ;mætrj; 622; ;mæta; 713.
61.3 ;brudanna; 721; ;brvdennar; 713.
63.3 ;vpp; 721, 622; ;hana; 713.
64.7 Á þessu orði endar uppskrift Milsku í AM 713 4to og er AM 721 4to hér eftir lagt til grundvallar.
65.2 ;hialp; 622; ;hiap; 721. ;vid at; 622; ;vidur; 721.
65.3 ;j dauda; 622; davde; 721.
66.1 ;drotter; 622; ;drottenn; 721.
67.3 ;hryggligt; < ;hryggleg; 721; ;hardligt; 622.
68.2 ;menntir; < ;metir; 721.
68.4 ;leggiazt; 622; ;leggizt; 721.
69.1 ;Riettum; 622; ;rietti 721.
72.1 ;eg; 622, vantar í 721.
72.7 ;daud agirne; 622; ;dauda girne; 721.
73.3 ;og; 622, vantar í 721.
73.8 ;minn; 622, vantar í 721.
75.4 ;drottinn; 622; ;drottir; 721.
79.8 ;licknin min; 622; ;likan minn; 721.
80.7 ;maklig; 622; ;mivkleik; 721.
82.1 ;milsku; 622; myklv; 721.
82.3 ;hollde hreinu; < ;hreino hollde; 721.
83.7 ;Riettum; 622; ;mætum; 721.
85.2 ;halldandi; 622; ;halldanda; 721.
85.4 ;guddom friafan; 721; ;meydom friofgann; 622.
86.6 ;agni; 622 (ef. af agnus); ;magni; 721.
87.1 ;moder; 622; ;at mæla; 721.
88.1 ;himins; < ;himis; 721; ;himis ok iardar; 721; ;hinn hæsti herra; 622.
89.1 ;bidiandi; 622; ;biandi; 721.
89.5 ;skýrðag; < ;skyrda eg; 721.
89.7 ;eg; 622, vantar í 721. ;heiti; 622; ;heita; 721.
89.8 ;færðag; < ;færda eg; 722; ;færda; 622.
90.5 ;meyiar; 622; ;meyrar; 721.
90.6 ;til ilifs yndes; 721; ;fyrer eilift yndi; 622.